Þórir henti lykilmanni út úr hópnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 13:00 Veronica E. Kristiansen var valin besti maður vallarins á móti Póllandi. EPA-EFE/BO AMSTRUP Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gerði óvænta breytingu á EM-hópi sínum í dag en það er þó góð skýring á því. Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku. EM 2020 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira