Willers Jepsen er dæmdur fyrir innbrot í tölvukerfi og fjársvik. Á sama tíma hafa 22,4 milljónir danskra króna, um 470 milljónir íslenskra, verið gerð upptæk.
Danskir fjölmiðlar segja hinn dæmda hafa komið fyrir njósnabúnaði í tölvum fjölda mótspilara sem gerði það að verum að hann gat fylgst með skjám þeirra og þar með hvaða spil þeir voru með á hendi.
Hinn 38 ára Willers Jepsen ákvað að áfrýja dómi héraðsdóms í Kaupmannahöfn frá í desember, en niðurstaða landsréttar var að þyngja dóminn.
Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2014.