Flytjum störf en ekki stofnanir út á land Jón Ingi Hákonarson skrifar 16. desember 2020 08:01 Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Byggðamál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun