Mildaðir nauðgunardómar séu afleiðing manneklu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2020 19:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum eru mildaðir í Landsrétti vegna dráttar á málsmeðferð. Þingmaður Viðreisnar segir ástæðuna vera aukinn málafjölda og skort á starfsfólki hjá ákæruvaldinu. Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni. Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Síðustu misseri hefur fréttastofa ítrekað fjallað um að kynferðisbrotadómar séu mildaðir í Landsrétti. Síðasta föstudag fjölluðum við til að mynda um að Landsréttur hefði mildað dóm yfir tveimur mönnum sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku árið 2017. Mennirnir fengu tveggja ára fangelsisdóm í Landsrétti en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði. Landsréttur vísaði meðal annars til dráttar á meðferð málsins hjá ákæruvaldinu. „Þetta eru leikreglurnar í sakamálum. Þegar að málsmeðferð hefur drengist um of og það er ekki sakbornigi um kenna er það bara viðurkennt mannréttindasjónarmið að svona eigi að gera,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Það gerist reglulega að dómar í kynferðisbrotamálum séu mildaðir af þessari ástæðu og ræddi Þorbjörg þessi mál á Alþingi í dag. „Skýrning er ekkert flóknari en sú að það vantar fleira fólk. Það er að koma fram núna að það er fjörutíu prósent aukning á málum hjá ákæruvaldinu og það hefur komið fram að það er þörf á starfsfólki og ef við erum nú þegar í þessari stöðu þá finnst mér blasa við að við erum ekkert að komast upp úr þessum hjólförum ef ekki verður breyting á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún sjái ekki vísbendingar um að bæta eigi fjármagni í málaflokkinn. Það sé hins vegar nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að menn fái vægari refsingar en þeir hefðu átt að fá fyrir svo alvarleg brot. Þjóðfélagslegir hagsmunir kalli á breytingar. „Það er stór mál að leggja upp í það að leggja fram kæru. Við vitum öll að það er stórt mál að stíga þetta skref. Biðin er þungbær og síðan kemur dómur og þá gerist þetta,“ segir Þorbjörg og bætir við að mikilvægt sé að brugðist sé við stöðunni.
Dómsmál Alþingi Lögreglan Dómstólar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Viðreisn Tengdar fréttir Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26 Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07 Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59 Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. 11. desember 2020 17:26
Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. 17. nóvember 2020 11:07
Dómur mildaður í nauðgunarmáli manns sem kom GPS-tæki fyrir í bíl konu sinnar Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og að koma GPS-tæki fyrir í bíl konunnar, án hennar vitundar, í þeim tilgangi að fylgjast með ferðum hennar. 20. september 2019 16:59
Nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar vegna nauðgunar hefur fengið dóm sinn mildaðan í Landsrétti. 8. mars 2019 18:50