„Mega frjáls um fjöllin ríða“ Margeir Ingólfsson skrifar 15. desember 2020 21:01 Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Hálendi Íslands hefur í gegn um aldinar verið nýtt á margvíslegan hátt. Það fór mikið eftir veðurfari, þ.e. hvort kulda- eða hlýskeið gengu yfir hver nýtingin var. Þjóðleiðir lágu um hálendið, það var nýtt til búsetu, beitar, dúntekju, fjaðratínslu, veiða, jurtum og grösum var safnað, svo mætti lengi telja. Síðan kom orkuvinnsla og fólk fór að fara um hálendið sér til heilsubótar, ánægju og yndisauka, ýmist gangandi, ríðandi, akandi, hjólandi eða á hvern þann hátt sem hverjum og einum hentar. Fram að þessu hefur eitt ekki útilokað annað, þ.e. allir geta notið hálendisins á eigin forsendum og haft frelsi til þess. Það er einmitt þetta frelsi óbyggðanna sem hefur heillað svo marga. Öll erum við náttúruunnendur og náttúruverndarsinnar þó svo við höfum ólíkar skoðanir á nýtingu hálendisins. Margs konar nýting hálendisins getur vel farið saman og einn hópur á ekki að geta útilokað annan þegar að því kemur. Verðmæti hálendisins á hverjum tíma hefur falist í nýtingarmöguleikum hverrar kynslóðar. Hálendið hefur verið öllum opið og þar hafa gilt almennar leikreglur í landinu (lög og reglur) og allir getað vel við unað í sátt og samlyndi. Ég fór ungur að fara inn á hálendið, fyrst ríðandi en síðar akandi. Í einni af mínum fyrstu ferðum lærði ég vísu sem endar svo: „mega frjáls um fjöllin ríða og fullur oní pokann skríða.“ Er þetta ekki inntakið í þessu öll, þ.e. frelsið og frelsistilfinningin á fjöllum en það hafði engum dottið í hug að skerða það á þeim rúmu 1.100 árum sem liðin eru síðan Ísland byggðist. Nú eru blikur á lofti en hópur fólks undir forustu Guðmundar Inga Guðbrandssonar eru að gera tilraun til þess að loka hálendinu og þar með þriðjungi landsins inni í ríkisstofnun með tilheyrandi bönnum og frelsisskerðingu. Reynt er að pakka þessu inn í fallegar umbúðir fyrir þau sem ekki þekkja til og kalla Þjóðgarð. Í dag er þetta land þjóðlenda sem allir geta notið, hver á sinn hátt og á sínum forsendum. Með þjóðgarði er aftur á móti verið á stofnanavæða hálendið með endalausum boðum og bönnum, ég tala nú ekki um blessaða gjaldtökuna. Þar fyrir utan eru öll völd færð í hendur eins manns, umhverfisráðherra. Þau sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði tala mikið um hvað stjórnkerfi garðsins verði lýðræðislegt, en skoðum frumvarpið. Samkvæmt frumvarpinu er það umdæmisráð, stjórn og síðan umhverfisráðherra sem munu fara með völdin í þjóðgarðinum. Umdæmisráðin eru „stjórn til ráðgjafar“, „gera tillögu til stjórnar“, „eiga samstarf við“, „fjalla um umsóknir“ og „koma að undirbúningi“. Það var hér sem „lýðræðið“ átti að koma inn en þessi umdæmisráð munu ekki ráða neinu og eru þarna bara til skrauts. Þá er það stjórnin en hún á að halda utan um reksturinn og gera áætlanir í samræmi við markmið garðsins að því gefnu að þau geri eins og umhverfisráðherra vill. Það kemur fram í 10. gr frumvarpsins að ef umhverfisráðherra líkar ekki það sem stjórnin gerir eða samþykkir þá getur hann rekið stjórnina, eða eins og það er kallað „fellt skipun stjórnar úr gildi“. Þetta er sem sagt alræði umhverfisráðherra yfir þriðjungi landsins, ráðherra sem í dag er ekki einu sinni lýðræðislega kosinn heldur færðu vinir hans í VG honum þetta starf. Ef einhver er í vafa um það hvernig Guðmundur Ingi Guðbrandsson mun beita þessu valdi, þá þarf ekki annað en að skoða hans fyrri störf sem framkvæmdarstjóri Landverndar. Í mínum huga hefur enginn, hvorki Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steingrímur J. Sigfússon né nokkur annar leyfi til að taka hálendið af þjóðinni á þennan hátt. Þetta er ekkert annað en tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ sem við verðum að stöðva. Eitt af slagorðum þeirra sem berjast fyrir hálendisþjóðgarði er „að við megum ekki taka neina ákvörðun um nýtingu hálendisins því það sé komandi kynslóða að gera það“. Með sömu rökum má segja að það væri glapræði að stofna þjóðgarð á þriðjungi Íslands þar sem hann kemur í veg fyrir svo margs konar nýtingu á hálendinu um aldur og ævi og tökum þar með af komandi kynslóðum möguleikann til nýtingar á þeirra forsendum. Hvort sem það er orkuvinnsla, útivist eða bara eitthvað allt annað sem við getum engan veginn séð fyrir í dag. Eins og kom fram hér að ofan þá felast verðmæti hálendisins í nýtingu hverrar kynslóðar og við höfum engar forsendur til að sjá fyrir hvernig afkomendur okkar vilji hafa hlutina eftir t.d. 100 ár. Ég óska þess svo sannarlega að mínir afkomendur „mega frjáls um fjöllin ríða“ , en það verður ekki í boði innan þjóðgarðs. Höfundur er Íslendingur.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar