Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 21:10 Hér má sjá tundurskeytið. Mynd/Aðsend Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss. Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss.
Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira