Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 12:34 Pell og Trump eru báðir umdeildir menn. Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá. Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá.
Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35
Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32