Stelpurnar hans Þóris með langflestar stoðsendingar á EM en fæstar sendingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal fagnar einu marka Noregs á mótinu en Þórir Hergeirsson er að hugsa um næstu vörn. EPA-EFE/Bo Amstrup Það er óhætt að segja að norska kvennalandsliðið í handbolta spili markvissan handbolta á Evrópumótinu í Danmörku. Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna. Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti. Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins. The best of the best in Europe! © #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020 Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar. Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku. Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik. Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779). WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira
Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna. Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti. Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins. The best of the best in Europe! © #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020 Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar. Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku. Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik. Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779). WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Sjá meira