Fimm þúsund ára egypskur munur fannst í vindlakassa í Skotlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 14:13 Talið er að munurinn hafi verið notaður við byggingu Píramídans mikla í Gísa. Háskólinn í Aberdeen Um fimm þúsund ára gamall fornmunur sem upphaflega fannst í Dronningarsal Píramídans mikla í Gísa hefur komið í leitirnar í vindlakassa í skosku borginni Aberdeen. Vonast er til að hægt verði að varpa nýju ljósi á byggingu píramídans. BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist. Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“. Munurinn fannst í gömlum vindlakassa.Háskólinn við Aberdeen Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans. „Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“ Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London. When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020 Fornminjar Skotland Bretland Egyptaland Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist. Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“. Munurinn fannst í gömlum vindlakassa.Háskólinn við Aberdeen Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans. „Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“ Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London. When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020
Fornminjar Skotland Bretland Egyptaland Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira