Má ekki lengur segja móðir? Karl Gauti Hjaltason skrifar 17. desember 2020 17:00 Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur frumvörp hafa verið til umfjöllunar á Alþingi sem tengjast lögum um kynrænt sjálfræði. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal annars er verið að hreinsa út úr ýmsum lögum orð eins og móðir, kona, karl, barn, kvæntur maður og gift kona, faðerni og móðerni, kvenmaður, eiginkona, eiginmaður, sambúðarkona og sambúðarmaður. Orðið móðir hreinsað út Í mörgum tilfellum er um tiltölulega saklausar breytingar að ræða, en í öðrum tilfellum hreint alls ekki. Sérstaklega fer illa á því að taka út orðið móðir í nokkrum greinum hegningarlaga, orð sem er rótgróið í vitund landsmanna. Í hegningarlögunum er orðið notað í hefðbundnum skilningi þess og haft um þá manneskju sem ber barn undir belti eða fæðir barn. Fórn Ekki verður séð að orðið móðir í skilningi hegningarlaga þurfi að hreinsa úr lögunum. Hvaða máli skiptir í því sambandi hvernig kynfæri manneskjunnar líta út? Eða hvaða kynskráningu sú manneskja sem ber barn undir belti kýs sér? Manneskjan er verðandi móðir ef hún ber barn undir belti og móðir þegar hún fæðir barn. Orðið móðir er fallegt og lýsandi íslenskt orð og óviðunandi ef því á að fórna fyrir öfgar. Krukkað í refsilög Til þess að skýra þetta nánar má í þessu sambandi líta til lagabreytingar á 192. gr. hegningarlaga sem leggur refsingu við því ef einhver rangfærir sönnun fyrir faðerni eða móðerni barns, t.d. með rangri skýrslu fyrir yfirvaldi. Þarna er verið að fella brott orðin faðerni og móðerni. Í stað þess er sett inn orðið foreldrastaða! Hér er um afkáralega breytingu að ræða. Orðið foreldrastaða kemur hér ekki í stað orðanna móðerni eða faðerni og afbakar refsiákvæðið og það verður markleysa. Engin sérfræðingur á sviði refsiréttar veitti umsögn um þessar breytingar á refsilögum. Er slíkt mál tækt til afgreiðslu á Alþingi? En það skiptir líklega engu máli, því tilgangurinn helgar meðalið. Öfgar í fyrirrúmi Eins og stundum áður er hér gengið allt of langt og má vel tala um öfga í því sambandi. Ákvæðið leggur refsingu við því að leggja stein í götu yfirvalda þegar þau grennslast fyrir um faðerni eða móðerni barns og þar hefur verið átt við líffræðilegan föður eða móður. Ef átt er við eitthvað annað en það, þá er búið að breyta algerlega um hugsun í ákvæðinu. Er þá ekki lengur átt við að leitast sé við að grennslast fyrir um blóðtengsl móður eða föður við barnið. Öfgar? Já, allir ættu að geta séð að hér eru á ferðinni glórulausir öfgar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun