Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 13:50 Krónprinsinn, neðst til vinstri, hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. epa Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós. Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira