Samhugur, samstaða og samvera í heimsfaraldri Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifa 18. desember 2020 15:00 Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þessi jóla og áramótahátíð verður öðruvísi en oft áður. Reyndar hafa margir eflaust upplifað jólahátíðina í skugga erfiðleika, sorgar og söknuðar vegna ýmissa ástæðna svo sem ástvinamississ, skilnaða og fjárhagserfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Faraldurinn hefur reynt verulega á þolmörk okkar og heilsu í víðum skilningi og margir velta fyrir sér hvernig haga skuli málum nú. Mörg eigum við jólahefðir, sem við fylgjum ár eftir ár og við viljum halda fast í. Þessar hefðir tengjum við sterkt við jólin og jólaandann og okkur finnst erfið tilhugsun að geta ekki haldið í þessar hefðir nú þegar takmarkanir eru vegna COVID-19. Breytingar geta verið erfiðar og við sem höfum átt svipuð eða sambærileg jól ár eftir ár ættum að skoða hug okkar. Nú fáum við tækifæri upp í hendurnar til að skoða hvað skiptir okkur mestu máli á þessum tímum og þá getum við forgangsraðað í samræmi við það. Kannski er hægt að skapa nýjar hefðir og uppgötva eitthvað nýtt. Við höfum þurft að breyta mörgu þetta árið, mörg okkar hafa umgengist færri en venjulega og mikilvægt að halda því aðeins áfram. Við skulum líta í kringum okkur og beina athygli að fólkinu í kringum okkur. Er einhver í okkar umhverfi sem þyrfti stuðning í kringum hátíðarnar? Er einhver utan „jólakúlu“ sem við getum verið til staðar fyrir? Getum við veitt stuðning og verið til staðar, hvort sem það er í eigin persónu, síma eða í fjarbúnaði ? Þetta ár hefur kennt okkur að hugsa í lausnum og sýnt fram á mikla aðlögunarhæfni okkar. Getum við átt samverustundir með fólkinu okkar öðruvísi en að hittast? Getum við eytt meiri tíma en vanalega með þeim sem við þó getum hitt (í okkar „jólakúlu“). Getum við verslað með öðrum hætti en venjulega eða jafnvel lagt minni áherslu á gjafir? Það er nefnilega hægt að velja sér viðhorf, reynum að hugsa um það sem er mögulegt í stöðunni frekar en það sem er ekki mögulegt. Munum að það koma jól eftir þessi jól og tækifæri til að hittast seinna. Að þurfa að vera í einangrun vegna veikinda reynist flestum áskorun en búast má við því að fólki finnist það enn erfiðara um sjálf jólin. Hætt er við að fólk í slíkri stöðu missi hreinlega af jólahaldi þetta árið, a.m.k. með þeim hætti sem það átti von á að geta haldið jól. Sama á við um sóttkví nema kannski ef öll fjölskyldan er saman í sóttkví. Mikilvægt er að huga sérstaklega að ástvinum okkar í þessari stöðu, vera til staðar, hittast í fjarbúnaði (ef heilsa viðkomandi leyfir) og tryggja að viðkomandi skorti ekkert. Einangrun/sóttkví yfir hátíðarnar getur ýtt undir einmanaleika fólks. Eins og á öðrum tímum er mikilvægt að hlúa vel að sér, sinna grunnþörfum sínum, halda uppi virkni í samræmi við heilsuna og nýta félagslegan stuðning í kringum sig. Reynum að stuðla að vellíðan, góðvild og samhyggð í kringum okkur. Við vitum hvers vegna við þurfum að fara varlega, leiðum hugann að markmiðinu og leyfum okkur að hlakka til næsta árs þar sem von er um að við vinnum bug á veirunni og öðlumst meira frelsi á ný. Með ósk um gleðileg rólyndis jól og gæfuríks nýs árs Samráðshópur um áfallahjálp og sálrænan stuðning á landsvísu Elfa Dögg S. Leifsdóttir, Salbjörg Bjarnadóttir, Agnes Björg Tryggvadóttir, Guðrún Jóhannesdóttir og María Ingibjörg Kristjánsdóttir.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun