Verður 2021 ár byltingar kvenna á landsbyggðinni? Annas Jón Sigmundsson skrifar 19. desember 2020 09:00 Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun