Nýsköpun í bæjarlæknum Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 19. desember 2020 17:26 Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Þó var hann frumkvöðull í raflýsingu landsins og smíðaði til þess fimmtíu og eina túrbínu, í járnsmiðju sem hann reisti sjálfur og með verkfærum sem hann smíðaði sjálfur. Ef ég hefði sagt Eiríki frænda mínum frá því að nýsköpun og tækniframfarir væru undirstaða allra okkar lífsgæða hefði hann kannski hnussað svolítið. Hann var löngu búinn að smíða túrbínu og setja upp rafstöð í bæjarlæknum, sem svo sá fólkinu í Svínadal fyrir þeim lífsins gæðum sem krefjast rafmagns. Ekki beinlínis nýjar fréttir fyrir hann. Grunnþættirnir eru þó hinir sömu. Nýsköpun er skapandi ferli sem er unnið út frá traustri fræðilegri þekkingu, það er annars vegar sköpunarferli og hins vegar byggir það á því að vinna út frá þeirri þekkingu sem þegar er til staðar í greininni þar sem sköpunin fer fram. Eiríkur ólst upp í stórum systkinahópi og ekkert þeirra átti þess kost að fara skóla. Hans iðnnám, menntaskóla- og háskólanám var hjá Bjarna í Hólmi, í sömu sveit. Þar lærði hann að vinna járn úr skipum sem höfðu strandað við strandlengjuna, bræða kopar úr skipsskrúfum, smíða túrbínur af öllum stærðum og gerðum, og reisa vatnsaflsstöðvar um landið allt. Bókakosturinn var frekar einfaldur, lykilatriði aflfræði og eðlisfræði, rafmagnsfræði og hagnýt vélfræði úr „Lobbanum“, Lommebog for Mekanikere eftir Peter Lobben. Nýsköpun frænda míns varð ekki til í tómarúmi heldur vegna þess að hann hafði aðgengi að menntun, þó hún væri óformleg á næsta bæ í sveitinni. Þá hvöttu kringumstæðurnar til nýsköpunar enda Svínadalur og aðrir bæir í skjóli fjalla, nálægt lækjum og ám, sem bjuggu til fallhæðina sem nauðsynleg er vatnsaflsvirkjunum. Járnauðlindirnar í strönduðum skipunum voru síðan nauðsynlegar til að hægt væri að smíða sjálfar túrbínurnar. Í minningunni, þegar ég var lítil að þvælast í smiðjunni og öðrum útihúsum í Svínadal, birtist Eiríkur sem áhugamaður og uppfinningamaður. Ekki beinlínis þessi erkitýpa frumkvöðulsins eins og við ímyndum okkur hann í dag, heldur svolítið sérvitur bróðir afa míns sem hafði einstaka hæfileika og færni. Allt eru þetta sama færnin, sömu eiginleikarnir, sem eru nauðsynlegir þeagr við tökumst á við fjórðu iðnbyltinguna. Verksvit, sköpunarhæfileikar, heimspekileg ró, viljinn til að læra nýja hluti og framkvæma, greiningarhæfileikar, hæfileikinn til að leysa flókin vandamál og sjá tækifæri, gagnrýnin hugsun, sjálfsagi, þrautseigja og jafnvel þrjóska. Áhugamenn smíðuðu líka fyrstu einkatölvurnar, PC-tölvurnar, og áhugamenn smíðuðu fyrstu drónana - enda höfðu þeir aðgang að þrívíddaprenturum sem þeir nýttu til að smíða þyrluspaða og annað sem til þurfti. Sem betur fer höfum við flest aðgang að menntun í dag, þó að enn hafi ekki verið tryggt að efnaminni nemendur geti stundað framhaldsskóla- og háskólanám. Nýsköpunarkeðjan er löng og byrjar í æsku, á því að geta skapað í frjálsum leik, hún þræðir sig í gegnum grunn- og framhaldsskólana þar sem þarf að leggja grunninn að þekkingu og félagsþroska sem allt háskólanám byggir síðan á. Háskólarnir eru síðan gangvirki nýsköpunar í atvinnulífinu, þær grunnrannsóknir sem þarf fara fram eru í dag forsenda nýrra lausna fyrir neytendamarkað. Ekkert verður til úr engu, við erum háð þekkingu annarra, aðgangi að auðlindum, kringumstæðum og tækifærum. Grunnrannsóknir geta tekið áratugi, en þær skila samfélaginu líka gríðarlegum verðmætum, fyrirtækjum á borð við Marel, CCP og Össur. Að sama skapi er það samfélaginu afar dýrkeypt að undirfjármagna háskólastarf, vísindi og rannsóknir. Með því er beinlínis verið að draga úr hagvexti og minnka þannig lífskjör og lífsgæði alls almennings, til lengri og skemmri tíma. Hugmyndirnar sem breyta heiminum koma sjaldnast úr heiðskíru lofti og birtast ekki sem ljósapera yfir höfði hins erkitýpíska frumkvöðuls. Öflugir frumkvöðlar eru skapandi, forvitnir og leitandi, tilbúnir til að leita nýrra lausna við gömlum og nýjum áskorunum. Með óbilandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði okkar og gera samfélagið enn betra. Möguleikarnir til þess eru óþrjótandi, verkefnin eru ærin. Við skulum því sem samfélag fjárfesta í menntun og nýsköpun, virkja hugvitið og bæjarlækina sem búa í okkur öllum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um nýsköpun koma fyrirtæki á borð við CCP, Össur, Marel og Controlant fyrst upp í hugann. Oft koma líka upp í hugann staðalmyndir frumkvöðulsins. Fáum myndi detta í hug að nefna nafn Eiríks Björnssonar, bónda í Svínadal í Skaftártungu, í sömu andrá og nýsköpun. Þó var hann frumkvöðull í raflýsingu landsins og smíðaði til þess fimmtíu og eina túrbínu, í járnsmiðju sem hann reisti sjálfur og með verkfærum sem hann smíðaði sjálfur. Ef ég hefði sagt Eiríki frænda mínum frá því að nýsköpun og tækniframfarir væru undirstaða allra okkar lífsgæða hefði hann kannski hnussað svolítið. Hann var löngu búinn að smíða túrbínu og setja upp rafstöð í bæjarlæknum, sem svo sá fólkinu í Svínadal fyrir þeim lífsins gæðum sem krefjast rafmagns. Ekki beinlínis nýjar fréttir fyrir hann. Grunnþættirnir eru þó hinir sömu. Nýsköpun er skapandi ferli sem er unnið út frá traustri fræðilegri þekkingu, það er annars vegar sköpunarferli og hins vegar byggir það á því að vinna út frá þeirri þekkingu sem þegar er til staðar í greininni þar sem sköpunin fer fram. Eiríkur ólst upp í stórum systkinahópi og ekkert þeirra átti þess kost að fara skóla. Hans iðnnám, menntaskóla- og háskólanám var hjá Bjarna í Hólmi, í sömu sveit. Þar lærði hann að vinna járn úr skipum sem höfðu strandað við strandlengjuna, bræða kopar úr skipsskrúfum, smíða túrbínur af öllum stærðum og gerðum, og reisa vatnsaflsstöðvar um landið allt. Bókakosturinn var frekar einfaldur, lykilatriði aflfræði og eðlisfræði, rafmagnsfræði og hagnýt vélfræði úr „Lobbanum“, Lommebog for Mekanikere eftir Peter Lobben. Nýsköpun frænda míns varð ekki til í tómarúmi heldur vegna þess að hann hafði aðgengi að menntun, þó hún væri óformleg á næsta bæ í sveitinni. Þá hvöttu kringumstæðurnar til nýsköpunar enda Svínadalur og aðrir bæir í skjóli fjalla, nálægt lækjum og ám, sem bjuggu til fallhæðina sem nauðsynleg er vatnsaflsvirkjunum. Járnauðlindirnar í strönduðum skipunum voru síðan nauðsynlegar til að hægt væri að smíða sjálfar túrbínurnar. Í minningunni, þegar ég var lítil að þvælast í smiðjunni og öðrum útihúsum í Svínadal, birtist Eiríkur sem áhugamaður og uppfinningamaður. Ekki beinlínis þessi erkitýpa frumkvöðulsins eins og við ímyndum okkur hann í dag, heldur svolítið sérvitur bróðir afa míns sem hafði einstaka hæfileika og færni. Allt eru þetta sama færnin, sömu eiginleikarnir, sem eru nauðsynlegir þeagr við tökumst á við fjórðu iðnbyltinguna. Verksvit, sköpunarhæfileikar, heimspekileg ró, viljinn til að læra nýja hluti og framkvæma, greiningarhæfileikar, hæfileikinn til að leysa flókin vandamál og sjá tækifæri, gagnrýnin hugsun, sjálfsagi, þrautseigja og jafnvel þrjóska. Áhugamenn smíðuðu líka fyrstu einkatölvurnar, PC-tölvurnar, og áhugamenn smíðuðu fyrstu drónana - enda höfðu þeir aðgang að þrívíddaprenturum sem þeir nýttu til að smíða þyrluspaða og annað sem til þurfti. Sem betur fer höfum við flest aðgang að menntun í dag, þó að enn hafi ekki verið tryggt að efnaminni nemendur geti stundað framhaldsskóla- og háskólanám. Nýsköpunarkeðjan er löng og byrjar í æsku, á því að geta skapað í frjálsum leik, hún þræðir sig í gegnum grunn- og framhaldsskólana þar sem þarf að leggja grunninn að þekkingu og félagsþroska sem allt háskólanám byggir síðan á. Háskólarnir eru síðan gangvirki nýsköpunar í atvinnulífinu, þær grunnrannsóknir sem þarf fara fram eru í dag forsenda nýrra lausna fyrir neytendamarkað. Ekkert verður til úr engu, við erum háð þekkingu annarra, aðgangi að auðlindum, kringumstæðum og tækifærum. Grunnrannsóknir geta tekið áratugi, en þær skila samfélaginu líka gríðarlegum verðmætum, fyrirtækjum á borð við Marel, CCP og Össur. Að sama skapi er það samfélaginu afar dýrkeypt að undirfjármagna háskólastarf, vísindi og rannsóknir. Með því er beinlínis verið að draga úr hagvexti og minnka þannig lífskjör og lífsgæði alls almennings, til lengri og skemmri tíma. Hugmyndirnar sem breyta heiminum koma sjaldnast úr heiðskíru lofti og birtast ekki sem ljósapera yfir höfði hins erkitýpíska frumkvöðuls. Öflugir frumkvöðlar eru skapandi, forvitnir og leitandi, tilbúnir til að leita nýrra lausna við gömlum og nýjum áskorunum. Með óbilandi áhuga á því að leggja sitt af mörkum til að auka lífsgæði okkar og gera samfélagið enn betra. Möguleikarnir til þess eru óþrjótandi, verkefnin eru ærin. Við skulum því sem samfélag fjárfesta í menntun og nýsköpun, virkja hugvitið og bæjarlækina sem búa í okkur öllum. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun