Bréf um mannúðlega meðferð minka Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. desember 2020 13:00 Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Loðdýrarækt Dýraheilbrigði Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll og blessaður, Kristján Þór, Sl. fimmtudag, 17. desember, sendum við þér áskorun um, að þú myndir beita þér fyrir því, að minkahald yrði stöðvað og bannað á Íslandi, eins og hjá flestum öðrum vestrænum þjóðum. Hjá þessum þjóðum réðu mannúð og dýraverndunarsjónarmið, en þessi „búgrein‟ byggir á heiftarlegri meðferð á dýrunum, eins og öllum er kunnugt, sem vita vilja. Nú hafi Danir, Hollendingar, Spánverjar og Írar líka tekið af skarið og látið aflífa alla minka í sínum löndum, annars vegar, vegna COVID-19 smitahættu - menn-dýr-menn - hins vegar, væntanlega, vegna þess dýraníðs, sem hér er á ferð. Ég nefndi við þig í tölvupóstinum 17. desember, að ég hefði séð frétt á ZDF, annarri tveggja þýzku ríkissjónvarpsstöðvanna, 16. desember, þar sem sýnt var - en myndir höfðu verið teknar með falinni myndavél á „minkabúgörðum‟ í Póllandi - hvernig staðið er að aflífun dýranna, en hún fer fram með eiturgasi, eins og ég minnti á og þú auðvitað veizt. „Minkabændur‟ fullyrða, að dýrin sofni átakalaust og sársaukalaust við „gösun”. Hér fyrir neðan er hlekkur að myndbandinu, sem ZDF sjónvarpsstöðin sýndi í sínum aðal fréttatíma 16. desember. Það sýnir, að sú fullyrðing er út í hött. Dýrin, sem geta synt og kafað og eru með ofurnæmt lyktarskyn - skynja auðvitað eiturgasið strax og reyna að forðast það - æða um í aftökukassa, tryllt af hræðslu og kvöl og, þegar á líður, í krampaköstum, en sum dýranna eru enn lifandi eftir 30 mínútna „gaseitrun‟. Þá eru þau lamin til dauða, hent lifandi inn í kös annarra deyjandi eða dauðra dýra, til að drepast þar endanlega í hörmungum og kvöl, eða þá er þeim bara fleygt í aftökukassann að nýju. Það verður vart komizt nær helvíti á jörðu fyrir dýrin. https://we.tl/t-CIPyKyJmGI Ég vil ljúka þessum tilskrifum með því, að benda á frétt í MBL sl. föstudag, þar sem blaðamaður virðist telja það gott mál og góða frétt, að danskir „minkabændur”, sem nú er búið að stöðva heima fyrir, séu - fyrir milligöngu Kaupfélags Skagfirðinga - að koma einhverjum hluta starfsemi sinnar fyrir hér, en hér virðast menn enn velkomnir með þessa óiðju. Það hefur kannske frétzt til Danmerkur, að hér eru „minkabændur” verðlaunaðir og studdir með hundraða milljóna framlagi úr ríkissjóði árlega. Ekki amarlegt það. Þessi frétt segir ennfremur, að Danir séu að leita fyrir sér með nýtt minkahald á Nýfundnalandi, í Úkraínu og Litháen, en í þessum löndum virðist dýravernd vera sama hryggðar- og smánarmyndin og hér. Við ítrekum hér með þá áskorun okkar, að þú beitir þér fyrir því, að þessi hörmungar „búgrein‟ og þetta skelfilega dýraníð verði stöðvað! Takk og beztu kveðjur, Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður félagasamtakanna Jarðarvinir.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar