Byrjað að steypa upp meðferðarkjarna Landspítala eftir áramót Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2020 19:21 Það mun taka þrjú ár að steypa upp tvo kjallara og sex hæðir ofan jarðar nýja meðferðakjarnans. Stöð 27Sigurjón Byrjað verður að steypa upp meðferðarkjarna nýja Landspítalans fljótlega upp úr áramótum. Þetta verður stærsta bygging nýja Landspítalans eða sjötíu þúsund fermetrar og fara um sextíu þúsund rúmmetrar af steypu í húsið. Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Fulltrúar nýja Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins skrifuðu undir samning við Eykt um uppsteypuna í dag sem mun taka þrjú ár. En að auki koma aðrir verktakar að ýmsum innviðum hússins. Meðferðarkjarninn verður þungamiðjan í starfsemi Landspítalans háskólasjúkarahúss með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga. Frá vinstri: Páll Matthíasson, Gunnar Svavarsson, Ásta Valdimarsdóttir, Páll Daníel Sigurðsson, og Unnur Brá Konráðsdóttir eftir undirritun samningsins í dag.Stöð 27Sigurjón Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu fyrir hönd ráðherra og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýja Landspítalans skrifuðu undir samninginn fyrir hönd ríkisins en Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar fyrir hönd fyrirtækisins. Auk þess vottuðu Páll Matthíassoon forstjóri Landspítalans og Unnur Brá Konráðsdóttir formaður stýrihóps um skipulag framkvæmda við Landspítala samninginn. Meðferðarkjarninn sem verður um 70 þúsund fermetrar að stærð er stærsta byggingin í uppbyggingu við nýjan Landspítala við Hringbraut. Aðrar byggingar verða rannsóknahúsið, bílastæða- og tæknihús og nýtt sjúkrahótel en það er nú þegar risið og í notkun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að uppbygging Landspítala hafi verið eitt af forgangsmálum kjörtímabilsins. „Nú er komið að enn einum mikilvægum áfanga, þegar uppsteypan á nýjum meðferðarkjarna er að hefjast. Nýtt þjóðarsjúkrahús mun bæta og efla heilbrigðisþjónustuna í landinu til muna. Það mun auka þjónustu við sjúklinga til framtíðar, auka gæði þjónustunnar og bæta aðstöðu fyrir starfsmenn. Þannig verður tilkoma nýs sjúkrahús langþráð bylting í heilbrigðisþjónustu landsins, segir Svandís. Grunnurinn fyrir meðferðarkjarna Landspítalans er einn sá stærsti sem tekinn hefur verið á Íslandi.Stöð 2/Sigurjón Í tilkynningu segir að helstu verkefni Eyktar verði að steypa upp undirstöður og tvo kjallara byggingarinnar og sex hæðir ofan jarðar ásamt þvi að sjá um alla aðstöðusköpun á framkvæmdasvæðinu. „Einnig verður ráðist í að steypa tengiganga af hálfu Eyktar, leggja lagnir og smíða stálvirki við lyftukjarna byggingarinnar. Umfangið er mikið en mótafletir eru áætlaðir um 220.000 m² og steypan nær 60.000 m³ þegar allt er til talið. Áætlað er að bendistálið sé um 12 þúsund tonn en meðferðarkjarninn er um 70.000 m² eða um 320.000 m³ með tengigöngum í verkinu. Við hlið meðferðarkjarnans verður síðan reistur tveggja hæða bílakjallari sem er um 7.000 m²," segir í tilkynningu. Meðferðarkjarninn verði stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og þungamiðjan í starfsemi Landspítalans. Gerðar hafi verið sambærilegar kröfur um aðbúnað í meðferðarkjarna og í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum. Meðferðarkjarninn sé hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss, með áherslu á einfalt og skýrt fyrirkomulag ásamt greiðum leiðum milli starfseininga.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira