„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 11:00 Óskar Örn Hauksson er á hægri kantinum í liði áratugarins. stöð 2 sport Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Nú er búið að kynna sex leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Óskars og Atla eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Heyrði í öllum en valdi KR Óskar Örn hefur leikið með KR síðan 2007 ef frá eru taldar stuttar lánsdvalir hjá Sandnes Ulf í Kanada og Edmonton í Kanada. Óskar, sem er 36 ára, er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild með 274 leiki og 68 mörk. Í sumar sló Óskar svo leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild. Hann hefur leikið 326 leiki fyrir Grindavík og KR í efstu deild. Óskar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2019. Í þættinum í gær fór Óskar yfir aðdraganda þess að hann fór í KR fyrir þrettán árum. „Ég held að það vilji allir spila fyrir KR. Ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var lítill var KR með skemmtilegt lið og skemmtilega leikmenn, Gumma Ben, Einsa Dan og alla þessa kalla. Ég heyrði sennilega í öllum liðum í efstu deild en það kom einhvern veginn ekkert til greina þegar KR hafði samband,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Örn Hauksson Óskar er úr körfuboltabænum Njarðvík og stundaði þá íþrótt á yngri árum. Fótboltinn varð hins vegar fyrir valinu. „Ég hefði kannski viljað upplifa eitthvað með Njarðvík í körfunni. Það er eitthvað sem maður hefði verið til í líka en ég kaus þessa leið og er hrikalega ánægður með það og stoltur af því,“ sagði Óskar. Leikurinn gegn Braga stærsta eftirsjáin Atli Guðnason er á vinstri kantinum í liði áratugarins.stöð 2 sport Atli er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með félaginu alla tíð fyrir utan lánsdvalir hjá HK 2004 og Fjölni 2005. Atli, sem er 36 ára, er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild með 285 leiki og er jafnframt fimmti leikjahæstur í sögu efstu deildar. Atli hefur skorað 68 mörk í efstu deild. Atli hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Þegar Atli lítur til baka segist hann hafa viljað reyna sig sem atvinnumaður en er ekki viss um að það hefði hentað honum. Það er samt ekki stærsta eftirsjáin á ferlinum. „Mögulega hefði ég viljað fara í atvinnumennsku en ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það sem týpa. Öll umfjöllun og allt þetta. Mér líður vel í Krikanum og hefur alltaf gert. Ég myndi segja að eina eftirsjáin hafi verið að sleppa því að stíga á boltann þegar við hefðum getað unnið Braga,“ sagði Atli og vísaði til Evrópuleiks FH við portúgalska liðið 2017. Klippa: Atli Guðnason Atli kann best við sig utan sviðsljóssins og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega á árum áður. „Mér fannst ég ekki fá ósanngjarna umfjöllun. Ég er bara mjög slakur að taka gagnrýni og var mjög lélegur að vinna úr því þegar ég var yngri. Ég held að umfjöllunin hafi ekki verið ósanngjörn. Fótboltamenn búa við það að allir hafa skoðun á því sem þú ert að gera, sérstaklega þeir horfa. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég var ekki mjög góður að taka gagnrýni og þess vegna mögulega gekk mér svona vel, að mig langaði ekkert að fá neikvæða gagnrýni,“ sagði Atli. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla KR FH Tengdar fréttir Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Nú er búið að kynna sex leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Óskars og Atla eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Heyrði í öllum en valdi KR Óskar Örn hefur leikið með KR síðan 2007 ef frá eru taldar stuttar lánsdvalir hjá Sandnes Ulf í Kanada og Edmonton í Kanada. Óskar, sem er 36 ára, er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild með 274 leiki og 68 mörk. Í sumar sló Óskar svo leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild. Hann hefur leikið 326 leiki fyrir Grindavík og KR í efstu deild. Óskar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2019. Í þættinum í gær fór Óskar yfir aðdraganda þess að hann fór í KR fyrir þrettán árum. „Ég held að það vilji allir spila fyrir KR. Ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var lítill var KR með skemmtilegt lið og skemmtilega leikmenn, Gumma Ben, Einsa Dan og alla þessa kalla. Ég heyrði sennilega í öllum liðum í efstu deild en það kom einhvern veginn ekkert til greina þegar KR hafði samband,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Örn Hauksson Óskar er úr körfuboltabænum Njarðvík og stundaði þá íþrótt á yngri árum. Fótboltinn varð hins vegar fyrir valinu. „Ég hefði kannski viljað upplifa eitthvað með Njarðvík í körfunni. Það er eitthvað sem maður hefði verið til í líka en ég kaus þessa leið og er hrikalega ánægður með það og stoltur af því,“ sagði Óskar. Leikurinn gegn Braga stærsta eftirsjáin Atli Guðnason er á vinstri kantinum í liði áratugarins.stöð 2 sport Atli er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með félaginu alla tíð fyrir utan lánsdvalir hjá HK 2004 og Fjölni 2005. Atli, sem er 36 ára, er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild með 285 leiki og er jafnframt fimmti leikjahæstur í sögu efstu deildar. Atli hefur skorað 68 mörk í efstu deild. Atli hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Þegar Atli lítur til baka segist hann hafa viljað reyna sig sem atvinnumaður en er ekki viss um að það hefði hentað honum. Það er samt ekki stærsta eftirsjáin á ferlinum. „Mögulega hefði ég viljað fara í atvinnumennsku en ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það sem týpa. Öll umfjöllun og allt þetta. Mér líður vel í Krikanum og hefur alltaf gert. Ég myndi segja að eina eftirsjáin hafi verið að sleppa því að stíga á boltann þegar við hefðum getað unnið Braga,“ sagði Atli og vísaði til Evrópuleiks FH við portúgalska liðið 2017. Klippa: Atli Guðnason Atli kann best við sig utan sviðsljóssins og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega á árum áður. „Mér fannst ég ekki fá ósanngjarna umfjöllun. Ég er bara mjög slakur að taka gagnrýni og var mjög lélegur að vinna úr því þegar ég var yngri. Ég held að umfjöllunin hafi ekki verið ósanngjörn. Fótboltamenn búa við það að allir hafa skoðun á því sem þú ert að gera, sérstaklega þeir horfa. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég var ekki mjög góður að taka gagnrýni og þess vegna mögulega gekk mér svona vel, að mig langaði ekkert að fá neikvæða gagnrýni,“ sagði Atli. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla KR FH Tengdar fréttir Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00