Fagna samningnum sem verður kynntur í dag Sylvía Hall skrifar 25. desember 2020 11:54 Boris Johnson og Ursula von der Leyen ræða saman á fjarfundi í gær. Getty/Andres Parsons Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi. Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári. Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Samningurinn er sagður telja eitt þúsund blaðsíður með fjölda viðbótum og neðanmálsgreina. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, var með samninginn í jólaávarpi til Breta í gær og sagði hann tryggja viðskipti og ferðalög Breta innan Evrópu. „Í kvöld hef ég smá gjöf fyrir alla sem eru að leita að einhverju til að lesa í þreyttum hádegisverði eftir jól, og hér er það,“ sagði Johnson og hélt á samningnum. Kvaðst hann vera fullviss um að samningurinn myndi veita viðskiptalífinu, ferðalöngum og fjárfestum ákveðna vissu. Viðskipti verða áfram án tolla milli Breta og aðildarríkja Evrópusambandsins þrátt fyrir að nú verði um tvo aðskilda markaði að ræða. Þá mun sjálfstæður gerðardómur skera úr um ágreiningsmál sem gætu komið upp. Horfa til framtíðar Leiðtogar Bretlands og Evrópusambandsins keppast við að hrósa sigri í samningaviðræðunum. Johnson sagður boða endurfæðingu Bretlands utan Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópusambandsins eru sagðir hafa keppst við að minnka skaðann af útgöngu Breta, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins „Við höfum náð stjórn á lögum okkar og örlögum,“ sagð Johnson á blaðamannafundi fyrir utan Downing-stræti í gær. Hann ítrekaði þó að Bretland yrði alltaf hluti af Evrópu í landfræðilegum, menningarlegum og sögulegum skilningi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samninginn sanngjarnan og nú væri tími til þess að horfa til framtíðar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.EPA/JOHANNA GERON Þrátt fyrir að samningurinn sé stór áfangi í útgönguferli Breta er verkefninu ekki lokið. Enn á eftir að fullgilda samninginn og þarf bæði breska þingið og meðlimir Evrópusambandsins að samþykkja endanlega útgáfu. Allar þjóðir sambandsins hafa neitunarvald en samkvæmt breska ríkisútvarpinu er ekki búist við því að þær nýti sér það þar sem samningamenn sambandsins héldu aðildarríkjum upplýstum á meðan ferlinu stóð. Evrópuþingið mun svo afgreiða samninginn snemma á næsta ári.
Brexit Bretland Evrópusambandið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira