Erlendir miðlar fjalla um veisluna í Ásmundarsal: „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 11:48 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar. Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fjölmiðlum í gær hefur Bjarni sætt mikilli gagnrýni vegna málsins enda voru í samkvæminu mun fleiri saman komnir en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir og sóttvörunum ábótavant. „Á aðfangadag rigndi gagnrýni yfir Bjarna Benediksson, forystumann í stjórnmálum, sem var gripinn af lögreglu við að brjóta strangar reglur um samkomutakmarkanir,“ segir ennfremur í frétt B.T. þar sem vitnað er í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið og málsatvikum lýst. Þá er einnig vitnað í Facebook-færslu Jóns Magnúsar Jóhannessonar læknis sem er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ráðherrann og kallar eftir tafarlausri afsögn hans. Sömuleiðis er vitnað í gagnrýni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þá fylgir fréttinni dönsk þýðing á Facebook-færslu Bjarna frá því í gær þar sem hann biðst afsökunar á málinu. B.T. er ekki eini norræni fjölmiðillinn sem fjallar um málið í dag en það gerir norska blaðið VG til að mynda einnig. „Íslenska lögreglan stöðvaði á Þorláksmessu samkvæmi þar sem á milli 40 og 50 manns voru saman komnir sem fól í sér brot á sóttvarnareglum. Í veislunni var einnig ráðherra í íslensku ríkisstjórninni,“ segir í frétt VG. Finnska blaðið Iltalehti fjallar einnig um málið þar sem meðal annars er vitnað í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem segir það afar slæmt þegar ráðamenn fylgi ekki settum reglum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira