Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 12:14 Ragnar Jóhannsson er á leiðinni aftur á Selfoss sem hann lék síðast með 2011. VÍSIR/RAKEL ÓSK Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina. Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira