Við erum öll Seyðfirðingar Gauti Jóhannesson skrifar 28. desember 2020 17:57 Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun