Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 18:00 Það er ljóst að leik liðanna verður ekki aflýst eins og til að mynda leik Leyton Orient og Tottenham Hotspur var gert fyrr á tímabilinu í sömu keppni. Simon Stacpoole/Getty Images Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04
Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34
Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00