Grænbók um byggðamál: Fjölgun landsmanna gríðarlega misdreifð milli landshluta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 19:06 Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda fólksfjölgunar. Vísir/Vilhelm Á árunum 1998 til 2020 fjölgaði landsmönnum úr 272.381 í 364.134, eða um 33,7 prósent. Fjölgunin dreifðist hins vegar mjög misjafnlega milli landshluta, frá 77,1 prósenta fjölgun á Suðurnesjum niður í 16,7 prósenta fækkun á Vestfjörðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grænbók um byggðamál, sem nú hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögn er til 25. janúar. Í grænbókinin eru veittar upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála og leitast við því að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar helstu áskoranirnar eru til framtíðar. Þróun síðustu áratuga hefur verið sú að í dag búa um 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar má nefna að 36 prósent íbúa Danmerkur búa á Kaupmannahafnarsvæðinu og um 30 prósent íbúa Noregs á Oslóarsvæðinu. Í grænbókinni kemur fram að ákveðin sveitarfélög hafi frá árinu 1998 tapað allt frá fimmtungi til ríflega þriðjungs íbúa. Eitt einkenna svæða sem búið hafa við fækkun eða stöðnun í íbúarfjölda sé skekkt kynjahlutfall, þar sem konur eru í minnihluta og hlutfall kvenna á barneignaraldri lægra en í öðrum aldurshópum. Þá segir að ein af stærri lýðfræðilegu breytingum íslensks samfélags frá aldamótum sé mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. „Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang var 2,1% 1998, 7,0% 2014, 10,9% 2018, 12,4% 2019 og 13,5% 2020. Þetta hlutfall er þó mjög misjafnt milli landshluta og einstakra sveitarfélaga. Þannig er hlutfallið allt frá 45% þar sem það er hæst niður í rúmt 1% í því sveitarfélagi þar sem það er lægst.“ Grænbókina má finna á samráðsvef stjórnvalda. Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. 18. desember 2020 22:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í grænbók um byggðamál, sem nú hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila umsögn er til 25. janúar. Í grænbókinin eru veittar upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála og leitast við því að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar helstu áskoranirnar eru til framtíðar. Þróun síðustu áratuga hefur verið sú að í dag búa um 64 prósent landsmanna á höfuðborgarsvæðinu en til samanburðar má nefna að 36 prósent íbúa Danmerkur búa á Kaupmannahafnarsvæðinu og um 30 prósent íbúa Noregs á Oslóarsvæðinu. Í grænbókinni kemur fram að ákveðin sveitarfélög hafi frá árinu 1998 tapað allt frá fimmtungi til ríflega þriðjungs íbúa. Eitt einkenna svæða sem búið hafa við fækkun eða stöðnun í íbúarfjölda sé skekkt kynjahlutfall, þar sem konur eru í minnihluta og hlutfall kvenna á barneignaraldri lægra en í öðrum aldurshópum. Þá segir að ein af stærri lýðfræðilegu breytingum íslensks samfélags frá aldamótum sé mikil fjölgun fólks af erlendum uppruna. „Hlutfall íbúa með erlent ríkisfang var 2,1% 1998, 7,0% 2014, 10,9% 2018, 12,4% 2019 og 13,5% 2020. Þetta hlutfall er þó mjög misjafnt milli landshluta og einstakra sveitarfélaga. Þannig er hlutfallið allt frá 45% þar sem það er hæst niður í rúmt 1% í því sveitarfélagi þar sem það er lægst.“ Grænbókina má finna á samráðsvef stjórnvalda.
Byggðamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. 18. desember 2020 22:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hart tekist á um lágmarksíbúafjölda: Minni sveitarfélögin hyggjast mynda formlegan félagsskap Hart var tekist á um lögfestingu ákvæðis um lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögum á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag en tillaga um að hafna lögfestingu íbúalágmarks var felld með 67 atkvæðum gegn 54. 18. desember 2020 22:30