Heimsmeistarinn í CrossFit byrjuð að æfa sig á ísnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 13:30 Tia-Clair Toomey er búinn að setja upp hjálminn og ætlar að komast á Ólympíuleikana í sleðabruni. Instagram/@tiaclair1 Á meðan flestir í hópi besta CrossFit fólks heims er fyrir alvöru að hefja undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þá er sú besta í heimi að troða nýjar slóðir hinum megin á hnettinum. Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) CrossFit Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1)
CrossFit Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira