Geðveikt nýtt ár? Starri Reynisson skrifar 30. desember 2020 10:30 Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er rétt handan við hornið. Árið sem er að líða hefur verið erfitt þar sem heimsfaraldur hefur sett líf allra úr skorðum. Það eru þó bjartari tímar framundan, bóluefni komið til landsins og líklegt að hægt verði að ná tökum á faraldrinum á fyrri hluta næsta árs. Þessi heimsfaraldur er þó ekki eini heilsufarsvandinn sem þjóðin glímir við. Ísland glímir við langvarandi geðheilbrigðisvanda. Sjálfsvígstíðni er há, sérstaklega meðal ungra karlmanna, stærstur hluti örorkubóta er vegna geðrænna veikinda og við eigum heimsmetið í notkun þunglyndislyfja. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi slá vel á þennan vanda, en þrátt fyrir að frumvarp þess efnis hafi hlotið einróma samþykki Alþingis í vor neitar ríkisstjórnin að fjármagna niðurgreiðsluna. Örorkubætur vegna geðrænna veikinda kosta ríkissjóð rúma 20 milljarða á ári. Tap samfélagsins mældur í skatttekjum og fleiru sem tapast vegna geðrænna veikinda nemur um 30 milljörðum á ári. Kostnaður samfélagsins er óendanlega mikill þegar hann er mældur í fjölda fólks sem glímir við vanlíðan, tækifærum sem glatast og fjölda sjálfsvíga. Á móti myndi það aðeins kosta um 1.2 milljarða að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þannig að hún yrði aðgengileg flestum. Slík niðurgreiðsla er því augljóslega ábyrg fjárfesting af hálfu ríkissjóðs, sem myndi skila sér margfalt til baka. Ríkisstjórnin segist þó ekki vilja fjármagna niðurgreiðsluna vegna þess að það sé of kostnaðarsamt. Félagsleg einangrun og ástvinamissir síðasta árs hafar haft gífurleg áhrif á andlega líðan fólks og aukið við geðheilbrigðisvandann sem var til staðar fyrir, um það leikur enginn vafi. Þó við sjáum fram á lok þessa heimsfaraldurs verður geðheilbrigðisvandinn enn til staðar og þörfin fyrir sálfræðiþjónustu hefur aldrei verið meiri. Það er ekki til bóluefni við andlegum veikindum. Nú eru aðeins tveir dagar eftir af undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að standa við niðurgreiðsluna og fjármagna hana að fullu. Hér er hægt að skrifa undir. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun