Mengunin sérstaklega skaðleg fólki sem glímir við eftirköst COVID-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. desember 2020 14:22 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að ákjósanlegast sé að skammta sér tíma úti við á gamlárskvöld því svifryksmengun verður gífurleg. Þeir sem eru veikir fyrir ættu að halda sig innandyra og passa að gluggar séu lokaðir. Vísir/Vilhelm Á gamlárskvöld er útlit fyrir talsverða svifryksmengun af völdum flugelda því hægviðri er spáð annað kvöld um land allt. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé skaðlegust þeim sem veikir eru fyrir líkt og fólk sem glímir við eftirköst COVID-19 sem er sjúkdómur sem herjar á öndunarfærin. Mengunin verður þó slík að flestir ættu að finna fyrir óþægindum. Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“ Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þorsteinn mælir með því að fólk skammti sér tíma úti við annað kvöld. Þeir sem veikir eru fyrir ættu þó að halda sig innandyra og passa að gluggarnir séu lokaðir. Við þær veðuraðstæður sem eru í kortunum annað kvöld á mengunin sér enga undankomuleið og því er viðbúið að loftgæðin verði með eindæmum slæm. Mörgum er minnisstæð flugeldamengunin sem myndaðist áramótin 2016/2017 en þá mátti vart sjá litadýrðina fyrir reykmekkinum. „Það er viðbúið að það verði talsverð mengun langt fram eftir nóttu og jafnvel fram eftir morgni. Loftið nær ekki að þynnast,“ sagði Þorsteinn. „Þetta hefur náttúrulega fyrst og fremst áhrif á þá sem veikir eru fyrir og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en í raun hefur þetta einhver áhrif á alla þegar þetta er orðið svona mikið. Ef við erum að tala um klukkustundarstyrkur svifryks verði upp á nokkur hundruð eða jafnvel nokkur þúsund míkrógrömm á rúmmetra þá gætu allir fundið fyrir einhverjum óþægindum.“ Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun.Vísir/Egill Þorsteinn segir að hópurinn sé nokkuð stór sem þarf sérstaklega að gæta sín á gamlárskvöld. „Það má segja ung börn, fólk með undirliggjandi sjúkdóma, allt eldra fólk og núna á þessum COVID-tímum bætist við þessi hópur sem hefur fengið COVID og glímir við eftirköstin og þeir eru þá líka viðkvæmir fyrir þessu.“ Viðkvæmir flýja svifryksmengunina í höfuðborginni Flugeldasala hefur gengið afar vel þetta árið en Þorsteinn biðlar til fólks að fresta sprengingum þar til á þrettándanum. Og í staðinn fyrir að kaupa flugelda sé hægt að styrkja björgunarsveitirnar með beinum framlögum. Hvað getur fólk gert til að verja sig og sína? „Já, áhrif á heilsu eru líka mikið tengd tímabilinu sem þú ert í þessari miklu mengun, þannig að takmörkun á útivist er það sem hægt er að gera, hægt er að halda sig innandyra með lokaða glugga og svo heyrir maður á viðkvæmu fólki sem hreinlega fer út á land, í sumarbústað eða eitthvað þannig að sumir eru í erfiðri stöðu.“
Umhverfismál Áramót Flugeldar Tengdar fréttir „Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21 Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. 30. desember 2020 08:21
Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. 28. desember 2020 18:57