Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2020 18:31 Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst. Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira