Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. mars 2020 12:17 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28