Atvinnuleysi í janúar jafnmikið og rétt eftir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2020 10:30 Nú er nokkuð ljóst að það verða hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu sem verða einna verst úti, að því er segir í Hagsjá Landsbankans. Vísir/vilhelm Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Atvinnuleysi í desember 2008 var 4,8%, eða jafnmikið og það var nú í janúar 2020. Atvinnuleysi hefur aukist mikið á landinu síðustu mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5,0% að meðaltali á landinu öllu í febrúar og 9,1% á Suðurnesjum. Í Hagsjá síðustu viku kemur jafnframt fram að skráð atvinnuleysi hafi verið að meðaltali 3,6% á síðasta ári. „Staðan í október sl. sýnir að hæsta hlutfall atvinnulausra var að finna hjá ferðaskrifstofum og í flutningum með flugi. Bygging húsnæðis og veitingasala komu skammt þar á eftir. Á árinu 2018 hafði fjöldi launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu ríflega tvöfaldast frá árinu 2008.“ Sjá einnig: Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Í nýrri Hagsjá er ástandið í efnahagslífinu vegna kórónuveirunnar nú borið saman við ástandið í hruninu 2008. Þar kemur fram að í upphafi ársins 2008 hafi skráð atvinnuleysi verið í sögulegu lágmarki, 1%, og var einungis 1,3% í september. „Þá fóru hörmungarnar að dynja yfir og atvinnuleysið var 3,3% í nóvember og 4,8% í desember.“ Í nóvember 2008 voru samþykkt lög frá Alþingi um breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Einnig hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða í ástandinu nú og frekari aðgerðir stjórnvalda eru í burðarliðnum. Árið 2008 gengu breytingarnar út á að reyna að viðhalda ráðningarsambandi sem flestra launþega í stað þess að til mikilla uppsagna kæmi Þannig voru opnaðir möguleikar fyrir launafólk að fara í lægra starfshlutfall og geta þá fengið bætur á móti launum án þess að tekjurnar hefðu áhrif til lækkunar bótafjárhæðar, líkt og nú er verið að gera. „Margir nýttu sér þessi lagaákvæði á árinu 2009 og voru á milli 1.300 og 2.200 einstaklingar í hlutastörfum og á milli 600 og 1.300 sjálfstætt starfandi í hverjum mánuði sem þáðu bætur vegna samdráttar í rekstri. Meðalfjöldi einstaklinga sem fékk hlutabætur á móti skerðingu var um 1.700 og meðalfjöldi sjálfstætt starfandi var um 950. Samanlagt voru það því að meðaltali 2.650 einstaklingar sem nutu þessa úrræðis. Nú í lok janúar voru tæplega 9.800 manns á atvinnuleysisskrá þannig að ljóst er að aðgerðir af þessu tagi geta skipt verulegu máli. Nú þegar er komið fram frumvarp um álíka aðgerðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Atvinnuleysið sem hófst á árinu 2008 bitnaði mest á fólki úr fjármálageiranum og í byggingarstarfsemi. Fækkun starfa í þeim greinum var veruleg á næstu misserum þar á eftir. Nú er nokkuð ljóst að það verða hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu sem verða einna verst úti.“ Hagsjáin í heild: Nú reynir á vinnumarkaðsyfirvöld og kerfi líkt og árið 2008 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Kórónuveiruvaktin: Annar dagur samkomubanns Fylgstu með öllu því helsta sem gerist hér á landi og erlendis vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 17. mars 2020 08:19 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna með víðtækum afleiðingum fyrir fyrirtæki og launafólk, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Atvinnuleysi í desember 2008 var 4,8%, eða jafnmikið og það var nú í janúar 2020. Atvinnuleysi hefur aukist mikið á landinu síðustu mánuði. Skráð atvinnuleysi var 5,0% að meðaltali á landinu öllu í febrúar og 9,1% á Suðurnesjum. Í Hagsjá síðustu viku kemur jafnframt fram að skráð atvinnuleysi hafi verið að meðaltali 3,6% á síðasta ári. „Staðan í október sl. sýnir að hæsta hlutfall atvinnulausra var að finna hjá ferðaskrifstofum og í flutningum með flugi. Bygging húsnæðis og veitingasala komu skammt þar á eftir. Á árinu 2018 hafði fjöldi launþega í einkennandi greinum ferðaþjónustu ríflega tvöfaldast frá árinu 2008.“ Sjá einnig: Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Í nýrri Hagsjá er ástandið í efnahagslífinu vegna kórónuveirunnar nú borið saman við ástandið í hruninu 2008. Þar kemur fram að í upphafi ársins 2008 hafi skráð atvinnuleysi verið í sögulegu lágmarki, 1%, og var einungis 1,3% í september. „Þá fóru hörmungarnar að dynja yfir og atvinnuleysið var 3,3% í nóvember og 4,8% í desember.“ Í nóvember 2008 voru samþykkt lög frá Alþingi um breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Einnig hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða í ástandinu nú og frekari aðgerðir stjórnvalda eru í burðarliðnum. Árið 2008 gengu breytingarnar út á að reyna að viðhalda ráðningarsambandi sem flestra launþega í stað þess að til mikilla uppsagna kæmi Þannig voru opnaðir möguleikar fyrir launafólk að fara í lægra starfshlutfall og geta þá fengið bætur á móti launum án þess að tekjurnar hefðu áhrif til lækkunar bótafjárhæðar, líkt og nú er verið að gera. „Margir nýttu sér þessi lagaákvæði á árinu 2009 og voru á milli 1.300 og 2.200 einstaklingar í hlutastörfum og á milli 600 og 1.300 sjálfstætt starfandi í hverjum mánuði sem þáðu bætur vegna samdráttar í rekstri. Meðalfjöldi einstaklinga sem fékk hlutabætur á móti skerðingu var um 1.700 og meðalfjöldi sjálfstætt starfandi var um 950. Samanlagt voru það því að meðaltali 2.650 einstaklingar sem nutu þessa úrræðis. Nú í lok janúar voru tæplega 9.800 manns á atvinnuleysisskrá þannig að ljóst er að aðgerðir af þessu tagi geta skipt verulegu máli. Nú þegar er komið fram frumvarp um álíka aðgerðir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. „Atvinnuleysið sem hófst á árinu 2008 bitnaði mest á fólki úr fjármálageiranum og í byggingarstarfsemi. Fækkun starfa í þeim greinum var veruleg á næstu misserum þar á eftir. Nú er nokkuð ljóst að það verða hinar ýmsu greinar ferðaþjónustu sem verða einna verst úti.“ Hagsjáin í heild: Nú reynir á vinnumarkaðsyfirvöld og kerfi líkt og árið 2008
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39 Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35 Kórónuveiruvaktin: Annar dagur samkomubanns Fylgstu með öllu því helsta sem gerist hér á landi og erlendis vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 17. mars 2020 08:19 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19.“ 17. mars 2020 10:39
Útlit fyrir 100 milljarða halla: „Þurfum að stíga stór skref núna“ Ríkissjóður gæti verið rekinn með hundrað milljarða króna halla á þessu ári en mikilvægt er að fólk haldi störfum sínum og miða aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins sem nú geisar að því að miklu leyti. 17. mars 2020 10:35
Kórónuveiruvaktin: Annar dagur samkomubanns Fylgstu með öllu því helsta sem gerist hér á landi og erlendis vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 17. mars 2020 08:19