Einn heimur - eitt land Eva Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2020 09:00 Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun