„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 12:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug.
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01
Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16
Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43