Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 19:22 „Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þegar hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Þá tilkynnti Seðlabankinn það fyrr í dag að hann hygðist aðstoða viðskiptabankana og að gjaldeyrisforðinn væri gríðarlega öflugur. Bankarnir stæðu á traustum fótum og að þeir gætu auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef þörf væri á. „Seðlabankinn er að taka niðursveifluaukann svokallaðan auk þess að lækka vexti sem hafa aldrei verið lægri. Hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir það að bankarnir, fjármálafyrirtækin hafa töluvert aukið svigrúm til að veita fyrirtækjum fyrirgreiðslu, og heimilum. Það hjálpar líka að koma fólki og fyrirtækjum í gegn um skaflinn,“ sagði Katrín. Þá staðfesti hún að verið væri að skoða frumvarpið hjá velferðarnefnd Alþingis og þangað hafi verið fengnir fjöldi gesta til að fara yfir málin. Ríkisstjórnin sjálf hafi þar að auki farið yfir athugasemdir sem hafi borist. „Ég átti sjálf fund með til að mynda fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar í gærdag sem og fulltrúum atvinnurekenda,“ sagði Katrín. „Félags- og barnamálaráðherra vinnur nú að því að leggja til breytingar sem velferðarnefnd mun taka til skoðunar.“ „Stóra markmiðið með þessu máli er að við tryggjum afkomu fólks í gegn um þessar tímabundnu þrengingar og það markmið er auðvitað það sem er okkar leiðarljós í allri þessari vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05