Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 09:49 Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt. Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt.
Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02
Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57