„Útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:04 Frá fótboltaæfingu í Kórnum fyrir nokkru síðan. Íþróttastarf barna og unglinga liggur að mestu niðri víðast hvar vegna samkomubannsins. Vísir/Hanna Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent