Áskoranir leiða af sér lausnir Sigríður Ingvarsdóttir skrifar 20. mars 2020 13:00 Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar