Lagerbäck tekur á sig launalækkun vegna COVID-19 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 10:00 Lars virðist nokkuð spakur varðandi komandi launalækkun. Trond Tandberg/Getty Images Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur samþykkt 20% lækkun á launum sínum frá norska knattspyrnusambandinu en hann stýrir í dag norska karlalandsliðinu. Alls hafa þeir fjórir þjálfarar sem koma að landsliðum karla og kvenna í Noregi allir samþykkt að taka á sig 20% launalækkun til að hjálpa norska sambandinu að skera niður kostnað. Vegna COVID-19 munu tekjur sambandsins ekki vera jafn háar og reiknað var með, er þetta liður í að reyna spara pening og halda sambandinu í góðri fjárhagslegri stöðu. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, Pål Bjerketvedt, staðfesti í fjölmiðlum að Lars Lagerback og Per Joar Hansen, þjálfarar A-landsliðs karla, ásamt Martin Sjögren og Anders Jacobsen, þjálfurum A-landsliðs kvenna, hafi allir samþykkt 20% lækkun á launum sínum sem taki gildi frá og með 1. apríl. Norski miðillinn Verdens Gang segir að þar sem þrír af fjórum þjálfurum norska sambandsins séu sænskir þá séu upplýsingar um launatölur ekki fáanlegar hjá norska skattinum. Það er hins vegar staðfest að Lagerbäck sé með yfir tvær milljónir norskra króna í árslaun, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna. Lagerbäck þjálfaði íslenska karlalandsliðið frá árunum 2012 til 2016 og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Eftir EM í Frakklandi sumarið 2016 tók Heimir Hallgrímsson við stjórn íslenska liðsins og kom því í kjölfarið á HM í Rússlandi sumarið 2018. Á svipuðum tíma tók Lars við A-landsliði Noregs. Noregur lenti í 3. sæti F-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram átti að fara næsta sumar en Spánn og Svíþjóð voru fyrir ofan lærisveina Lars í töflunni. Liðið hefði mætt Serbíu í umspili en þeim leik, líkt og leik Íslands og Rúmeníu, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Noregur komst síðast á stórmót í knattspyrnu árið 2000.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira