Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Sylvía Hall skrifar 21. mars 2020 14:15 Katrín Jakobsdóttir í dag. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Aðgerðirnar nema 230 milljörðum króna og munu miða að því að takmarka áhrifin meðan faraldurinn gengur yfir og stuðla að því að efnahagslífið nái aftur jafnvægi sem fyrst. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði markmiðin með aðgerðunum vera fjögur: Verja afkomu fólksins í landinu, verja afkomu fyrirtækja í landinu, vernda grunnstoðir samfélagsins – til að mynda heilbrigðiskerfið og almannavarnir og tryggja viðspyrnu í efnahagslífinu. Sjá einnig: Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru Formenn ríkisstjórnarflokkanna voru sammála um það að mikilvægt væri að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir á þessum tímum og standa saman. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðirnar vera án hliðstæðu, en það væri mikilvægara að gera meira en of lítið. Nauðsynlegt væri að tryggja afkomu fólks á þessum tímum og standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu. Frá fundinum í dag.Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sagði ljóst að efnahagsleg áhrif veirunnar yrðu umfangsmikil. Efnahagsváin hefði stækkað með hverjum degi, sérstaklega vegna viðbragða annarra landa. Heimurinn yrði aldrei aftur á sama róli og áður, hagkerfi myndu breytast en margt benti þó til þess að Ísland kæmist betur og hraðar í gegnum það en margar aðrar þjóðir. Aðgerðunum er skipt í tíu hluta sem skiptast í þrjá flokka: Varnir, vernd og viðspyrnu. Með þessu væri lögð áhersla á að verja störf og starfsemi í efnahagslífinu, vernda einstaklinga og fjölskyldur og skapa grundvöll fyrir öfluga viðspyrnu þegar tilfellum fer að fækka og faraldurinn fer að ganga niður. Varnir Varnaraðgerðirnar eru þrjár: Hlutastarfaleiðin, brúarlán til atvinnulífs og frestun skattgreiðslna. Í hlutastarfaleiðinni felst að Vinnumálastofnun mun greiða tímabundnar atvinnuleysisbætur fyrir þá sem lækka niður í 25% til 80% starfshlutfall. Fólk með tekjur lægri en 400 þúsund mun ekki þola neina skerðingu á launum sínum. 700 þúsund króna þak er á samanlögð laun og atvinnuleysisbætur og er gildistími úrræðisins fram til 1. júní. Aðgerðin styður þannig við áframhaldandi atvinnu fólks á meðan ástandið varir og verður hún endurmetin áður en gildistíma hennar lýkur. Gert er ráð fyrir 22 milljarða viðbótarþörf atvinnuleysistryggingarsjóðs vegna úrræðisins. Brúarlán til atvinnulífs eru ný lán til fyrirtækja sem eiga í rekstrarvanda vegna faraldursins. Stjórnvöld munu ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað og nær ábyrgðin til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjumissi. Þá verður bankaskattur lækkaður til að auka svigrúm viðskiptabanka til útlána. Með frestun skattgreiðslna munu fyrirtæki geta frestað þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds til ársins 2021 og dreifa þeim yfir níu mánuði á því ári. Vernd Verndaraðgerðirnar eru einnig þrjár: Laun í sóttkví, barnabótaauki og úttekt séreignarsparnaðar. Fyrsta tillagan eru laun í sóttkví til þess að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig hægt á útbreiðslu veirunnar. Fjárhæð tekur mið af tekjum fyrri mánaðar og fá sjálfstætt starfandi 80% af meðaltekjum ársins 2019. Hámark greiðslna er 21.100 á dag, eða 633.000 krónur á mánuði. Önnur tillagan er barnabótaauki. Um er að ræða eingreiðslu sem verður greidd til allra foreldra barna á Íslandi og nemur upphæðin 40 þúsund krónur fyrir alla sem höfðu lægri en 927 þúsund krónur í tekjur á síðasta ári en 20 þúsund fyrir aðra. Greiðslan verður greidd út 1. júní. Umfangið er 3,1 milljarður og mun renna til foreldra yfir 80 þúsund barna. Þriðja tillagan er úttekt séreignarsparnaðar. Heimilt er að taka út 800 þúsund á mánuði næstu fimmtán mánuði. Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil. Tekjuskattur leggst á útgreiðslur en skerða hvorki barna- né vaxtabætur. Vísir/Vilhelm Viðspyrna Þriðji flokkurinn eru aðgerðir til að hefja efnahagslega viðspyrnu. Fyrsta tillaga snýr að ferðaþjónustu þar sem stjórnvöld munu veita öllum íbúum á Íslandi yfir átján ára stafrænt gjafabréf til að ferðast innanlands. Þannig aukast umsvif ferðaþjónustunnar um leið og aðstæður leyfa innanlands. Áætlað er að það rofi til innanlands áður en erlend landamæri opnast. Auk þessa gjafabréfs munu stjórnvöld fella niður gistináttagjald til ársloka 2021. Gjalddaga fyrstu þriggja mánaða 2020 verður frestað til 5. febrúar 2022 en áhrif þeirrar lækkunar er 1,6 milljarðar. Stjórnvöld munu svo ráðast í markaðsátak til þess að kynna Ísland sem áfangastað. Það verður gert þegar útlit er fyrir að erlendir ferðamenn fari að ferðast hingað aftur. Þá mun endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar fasteigna hækka úr 60% í 100%. Endurgreiðslan mun nú einnig ná til heimilisaðstoðar auk byggingaframkvæmda félagasamtaka til almannaheilla. Gildistími breytingarinnar er út þetta ár, eða frá 1. mars 2020 til 31. desember 2020 og eru áætluð áhrif þessa átta milljarðar króna. Þá munu stjórnvöld greiða fyrir innflutningi með niðurfellingu og frestun gjalda til þess að veita innflutningsaðilum laust fé til að glíma við tímabundna erfiðleika. Tollafgreiðslugjöld verða felld niður tímabundið til ársloka 2021 og gjalddögum aðflutningsgjalda 2020 frestað um fjóra mánuði. Umsvifamiklar fjárfestingar Stjórnvöld munu samhliða þessu flýta umsvifamiklum fjárfestingum til að örva efnahagslífið. Áhersla verður á að fjölga störfum á fjölbreyttum sviðum samfélagsins, efla nýsköpun og fjárfesta til framtíðar. Viðbótarfjárfestingar hins opinbera á þessu ári nema um 20 milljörðum króna. Á meðal þess sem fjárfest verður í eru samgöngumannvirki, fjárfestingar opinberra fyrirtækja, orkuskipti og grænar lausnir og önnur innviðaverkefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Aðgerðirnar nema 230 milljörðum króna og munu miða að því að takmarka áhrifin meðan faraldurinn gengur yfir og stuðla að því að efnahagslífið nái aftur jafnvægi sem fyrst. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði markmiðin með aðgerðunum vera fjögur: Verja afkomu fólksins í landinu, verja afkomu fyrirtækja í landinu, vernda grunnstoðir samfélagsins – til að mynda heilbrigðiskerfið og almannavarnir og tryggja viðspyrnu í efnahagslífinu. Sjá einnig: Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru Formenn ríkisstjórnarflokkanna voru sammála um það að mikilvægt væri að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir á þessum tímum og standa saman. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðirnar vera án hliðstæðu, en það væri mikilvægara að gera meira en of lítið. Nauðsynlegt væri að tryggja afkomu fólks á þessum tímum og standa vörð um heimilin og fyrirtækin í landinu. Frá fundinum í dag.Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra sagði ljóst að efnahagsleg áhrif veirunnar yrðu umfangsmikil. Efnahagsváin hefði stækkað með hverjum degi, sérstaklega vegna viðbragða annarra landa. Heimurinn yrði aldrei aftur á sama róli og áður, hagkerfi myndu breytast en margt benti þó til þess að Ísland kæmist betur og hraðar í gegnum það en margar aðrar þjóðir. Aðgerðunum er skipt í tíu hluta sem skiptast í þrjá flokka: Varnir, vernd og viðspyrnu. Með þessu væri lögð áhersla á að verja störf og starfsemi í efnahagslífinu, vernda einstaklinga og fjölskyldur og skapa grundvöll fyrir öfluga viðspyrnu þegar tilfellum fer að fækka og faraldurinn fer að ganga niður. Varnir Varnaraðgerðirnar eru þrjár: Hlutastarfaleiðin, brúarlán til atvinnulífs og frestun skattgreiðslna. Í hlutastarfaleiðinni felst að Vinnumálastofnun mun greiða tímabundnar atvinnuleysisbætur fyrir þá sem lækka niður í 25% til 80% starfshlutfall. Fólk með tekjur lægri en 400 þúsund mun ekki þola neina skerðingu á launum sínum. 700 þúsund króna þak er á samanlögð laun og atvinnuleysisbætur og er gildistími úrræðisins fram til 1. júní. Aðgerðin styður þannig við áframhaldandi atvinnu fólks á meðan ástandið varir og verður hún endurmetin áður en gildistíma hennar lýkur. Gert er ráð fyrir 22 milljarða viðbótarþörf atvinnuleysistryggingarsjóðs vegna úrræðisins. Brúarlán til atvinnulífs eru ný lán til fyrirtækja sem eiga í rekstrarvanda vegna faraldursins. Stjórnvöld munu ábyrgjast helming brúarlána til fyrirtækja í rekstrarvanda og þannig styðja þau til að greiða laun og fastan rekstrarkostnað og nær ábyrgðin til nýrra útlána til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40% tekjumissi. Þá verður bankaskattur lækkaður til að auka svigrúm viðskiptabanka til útlána. Með frestun skattgreiðslna munu fyrirtæki geta frestað þremur gjalddögum staðgreiðslu og tryggingargjalds til ársins 2021 og dreifa þeim yfir níu mánuði á því ári. Vernd Verndaraðgerðirnar eru einnig þrjár: Laun í sóttkví, barnabótaauki og úttekt séreignarsparnaðar. Fyrsta tillagan eru laun í sóttkví til þess að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig hægt á útbreiðslu veirunnar. Fjárhæð tekur mið af tekjum fyrri mánaðar og fá sjálfstætt starfandi 80% af meðaltekjum ársins 2019. Hámark greiðslna er 21.100 á dag, eða 633.000 krónur á mánuði. Önnur tillagan er barnabótaauki. Um er að ræða eingreiðslu sem verður greidd til allra foreldra barna á Íslandi og nemur upphæðin 40 þúsund krónur fyrir alla sem höfðu lægri en 927 þúsund krónur í tekjur á síðasta ári en 20 þúsund fyrir aðra. Greiðslan verður greidd út 1. júní. Umfangið er 3,1 milljarður og mun renna til foreldra yfir 80 þúsund barna. Þriðja tillagan er úttekt séreignarsparnaðar. Heimilt er að taka út 800 þúsund á mánuði næstu fimmtán mánuði. Hámarksútgreiðsla er 12 m.kr. yfir 15 mánaða tímabil. Tekjuskattur leggst á útgreiðslur en skerða hvorki barna- né vaxtabætur. Vísir/Vilhelm Viðspyrna Þriðji flokkurinn eru aðgerðir til að hefja efnahagslega viðspyrnu. Fyrsta tillaga snýr að ferðaþjónustu þar sem stjórnvöld munu veita öllum íbúum á Íslandi yfir átján ára stafrænt gjafabréf til að ferðast innanlands. Þannig aukast umsvif ferðaþjónustunnar um leið og aðstæður leyfa innanlands. Áætlað er að það rofi til innanlands áður en erlend landamæri opnast. Auk þessa gjafabréfs munu stjórnvöld fella niður gistináttagjald til ársloka 2021. Gjalddaga fyrstu þriggja mánaða 2020 verður frestað til 5. febrúar 2022 en áhrif þeirrar lækkunar er 1,6 milljarðar. Stjórnvöld munu svo ráðast í markaðsátak til þess að kynna Ísland sem áfangastað. Það verður gert þegar útlit er fyrir að erlendir ferðamenn fari að ferðast hingað aftur. Þá mun endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við Endurgreiðsla virðisaukaskatts til einstaklinga vegna vinnu við endurbætur, viðhald og nýbyggingar fasteigna hækka úr 60% í 100%. Endurgreiðslan mun nú einnig ná til heimilisaðstoðar auk byggingaframkvæmda félagasamtaka til almannaheilla. Gildistími breytingarinnar er út þetta ár, eða frá 1. mars 2020 til 31. desember 2020 og eru áætluð áhrif þessa átta milljarðar króna. Þá munu stjórnvöld greiða fyrir innflutningi með niðurfellingu og frestun gjalda til þess að veita innflutningsaðilum laust fé til að glíma við tímabundna erfiðleika. Tollafgreiðslugjöld verða felld niður tímabundið til ársloka 2021 og gjalddögum aðflutningsgjalda 2020 frestað um fjóra mánuði. Umsvifamiklar fjárfestingar Stjórnvöld munu samhliða þessu flýta umsvifamiklum fjárfestingum til að örva efnahagslífið. Áhersla verður á að fjölga störfum á fjölbreyttum sviðum samfélagsins, efla nýsköpun og fjárfesta til framtíðar. Viðbótarfjárfestingar hins opinbera á þessu ári nema um 20 milljörðum króna. Á meðal þess sem fjárfest verður í eru samgöngumannvirki, fjárfestingar opinberra fyrirtækja, orkuskipti og grænar lausnir og önnur innviðaverkefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira