Borgaraleg skyldustörf Lárus S. Lárusson skrifar 22. mars 2020 12:01 Á dögunum var kynnt ný reglugerð dómsmálaráðherra um borgaralegar starfsskyldur. Reglugerðin fjallar um skyldur til að gegna borgaralegri þjónustu á neyðartímum og hættustund og með hvaða hætti borgarar landsins verða kvaddir til slíkra starfa. Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar. Reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur eru að mestu óbreyttar frá eldri lögum nr. 94/1962 um almannavarnir, sem leystu af hólmi lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum nr. 52 frá 27. júní 1941. Af lestri umsagna um þessar lagareglur í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem Alþingi samþykkti á 83. löggjafarþingi sínu árið 1962 er ljóst að reglurnar gera ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr almannavarnalaga eru borgarlega skyldustörf án endurgjald. Þetta þýðir að sá sem gegnir slíku starfi fær ekki laun fyrir. Í 3. mgr. 21. gr. laganna kemu fram að einstaklingur sem kvaddur hefur verið til starfa í almannaþágu eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir á námskeiði eða æfingu. Lögin kveða aftur á móti ekki á um aðrar skyldur eða réttindi sem geta stafað af rækslu starfans. Til að mynda er ekki fjallað um skaðabótaábyrgð í tengslum við borgaraleg skyldustörf, umfram námskeið eða æfingar, eða bótaábyrgð vegna annars konar tjóns, s.s. tekjumissis þess aðila sem kvaddur er til borgaralegra skyldustarfa. Ætla verður að almennar reglur bótaréttarins gildi um þessi álitamál og kemur þá helst til skoðunar að ríkið beri ábyrgð á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða húsbóndaábyrgðar. Í því samhengi verður að horfa til þess að um kvaðningu hafi verið að ræða til þeirra starfa sem ollið hafa tjóni og að viðkomandi hafi lotið boðvaldið hins opinbera, í þessu tilviki lögreglustjóra skv. lögunum. Þótt ljóst sé af þessu að skaðabótaábyrgð hvíli hjá ríkinu vegna líkamstjóns sem kann að verða í tengslum við borgaraleg skyldustörf, að öðrum skilyrðum skaðabótaréttarins uppfylltum, þá er ekki eins skýrt hvernig ábyrgð er háttað vegna fjártjóns. Almennt hefur verið talið að ábyrgð hins opinberra á fjártóni sé takmörkuð í tengslum við eftirlitshlutverk og störf sem innt er af hendi í almannaþágu. Er þá litið til þess að tilgangur starfsins sé að tryggja öryggi almennings en ekki einstaka hagsmuni. Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi. Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins. Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt ný reglugerð dómsmálaráðherra um borgaralegar starfsskyldur. Reglugerðin fjallar um skyldur til að gegna borgaralegri þjónustu á neyðartímum og hættustund og með hvaða hætti borgarar landsins verða kvaddir til slíkra starfa. Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar. Reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur eru að mestu óbreyttar frá eldri lögum nr. 94/1962 um almannavarnir, sem leystu af hólmi lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum nr. 52 frá 27. júní 1941. Af lestri umsagna um þessar lagareglur í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem Alþingi samþykkti á 83. löggjafarþingi sínu árið 1962 er ljóst að reglurnar gera ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr almannavarnalaga eru borgarlega skyldustörf án endurgjald. Þetta þýðir að sá sem gegnir slíku starfi fær ekki laun fyrir. Í 3. mgr. 21. gr. laganna kemu fram að einstaklingur sem kvaddur hefur verið til starfa í almannaþágu eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir á námskeiði eða æfingu. Lögin kveða aftur á móti ekki á um aðrar skyldur eða réttindi sem geta stafað af rækslu starfans. Til að mynda er ekki fjallað um skaðabótaábyrgð í tengslum við borgaraleg skyldustörf, umfram námskeið eða æfingar, eða bótaábyrgð vegna annars konar tjóns, s.s. tekjumissis þess aðila sem kvaddur er til borgaralegra skyldustarfa. Ætla verður að almennar reglur bótaréttarins gildi um þessi álitamál og kemur þá helst til skoðunar að ríkið beri ábyrgð á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða húsbóndaábyrgðar. Í því samhengi verður að horfa til þess að um kvaðningu hafi verið að ræða til þeirra starfa sem ollið hafa tjóni og að viðkomandi hafi lotið boðvaldið hins opinbera, í þessu tilviki lögreglustjóra skv. lögunum. Þótt ljóst sé af þessu að skaðabótaábyrgð hvíli hjá ríkinu vegna líkamstjóns sem kann að verða í tengslum við borgaraleg skyldustörf, að öðrum skilyrðum skaðabótaréttarins uppfylltum, þá er ekki eins skýrt hvernig ábyrgð er háttað vegna fjártjóns. Almennt hefur verið talið að ábyrgð hins opinberra á fjártóni sé takmörkuð í tengslum við eftirlitshlutverk og störf sem innt er af hendi í almannaþágu. Er þá litið til þess að tilgangur starfsins sé að tryggja öryggi almennings en ekki einstaka hagsmuni. Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi. Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins. Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi. Höfundur er lögmaður
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar