Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 12:50 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/Einar Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir erfitt að hugsa til þess að loknum sautján klukkustunda löngum vinnudögum að kjarasamningur þeirra hafi verið laus í um heilt ár. Gríðarmikið álag hefur verið á deildinni undanfarnar vikur þar sem sýni úr fólki eru greind vegna gruns um kórónuveirusmit. „Þetta er bara ísköld og blaut tuska í andlitið þegar við stöndum þessa vakt nánast nótt og dag í þessum heimsfaraldri sem nú geysar. Við leggjum líf og sál í verkefnið,“ segir Máney í samtali við Vísi. Hún vakti fyrst athygli á málinu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í dag er sú krafa gerð að við heilbrigðisstarfsfólk höldum okkur heima og gerum allt til þess að minnka líkur á smiti. Guð einn má vita hvernig ástandið yrði á okkar deild ef einhver smitaðist eða yrði útsettur fyrir smiti og endaði í sóttkví,“ segir hún í færslunni. Reynir allt til að koma í veg fyrir að deildin missi starfsmann Ljóst er að mikið mæðir á starfsmönnum deildarinnar þessa daganna og hefur Máney gripið til ýmissa aðgerða til að forðast það að smitast eða lenda í sóttkví. „Það eina sem ég (og aðrir) geri er því að vinna og fara heim. Á aðra staði fer ég ekki. Inn á heimili okkar kemur enginn nema við fjölskyldan. Dóttir mín fær að velja eina manneskju í heimsókn, maðurinn minn fer í matvörubúð eða við fáum mat sendan heim. Allt þetta til þess að lágmarka þær líkur að deildin mín missi einn dýrmætan starfsmann í sóttkví.“ Sjá einnig: Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Máney segir að í ljósi þessa sé súrt að leiða hugann að því eftir vel heppnaðan vinnudag þar sem allt gekk upp að náttúru- og lífeindafræðingarnir á deildinni séu enn samningslausir „án þess að ríkið hafi sýnt mikinn vilja til þess að semja við okkur.“ Í samtali við Vísi segist hún vilja sjá aukinn kraft færast í kjaraviðræður og að ríkið „hætti að leggja fram sama litlausa tilboðið síendurtekið á borðið svo mánuðum skiptir.“ Máney bætir við að hún vilji að stjórnvöld fari að átta sig á mikilvægi þessara hópa í samfélaginu og meti menntun til launa. Mun standa vaktina þar til síðasta smitið hefur verið greint „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði ár eftir ár hve illa launuð og vanmetin störf margs heilbrigðisstarfsfólks er. Jafnvel þó það sé með þrjár háskólagráður. Það gildir einu. Það blæs ekki beint byr í segl og oft reikar hugurinn út í einkageirann þar sem hærri laun eru að fá fyrir minni vinnu. Það er súrt. Alveg pH 2,0 súrt.“ Hún leggur þó áherslu á að hvað sem því líði sé núna um aðra og mun mikilvægari hluti að hugsa. „Við stöndum öll frammi fyrir risastóru verkefni sem þarf að klára. Það getum við saman ef allir hjálpast að. Ég mun standa þessa vakt ásamt mínum einstöku vinnufélögum allt til enda. Allt þar til síðasta smitið hefur verið greint. Og vonandi þá, bara vonandi, mun ríkið okkar muna eftir okkur og okkar framlagi. Sjáum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira