Viðspyrna fyrir Ísland - karamelluflug ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. mars 2020 08:00 Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar