Viðspyrna fyrir Ísland - karamelluflug ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 24. mars 2020 08:00 Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Bæjarráð Svf. Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 19. mars sl. ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga, til að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19 heimsfaraldurins. Í ályktuninni eru Alþingi og ríkisstjórn Íslands hvött til að leita allra leiða í þeirri viðleitni að lágmarka efnahagslegt tjón af völdum COVID-19. Í ályktunni segir meðal annars: „Kólnun hagkerfisins með vaxandi atvinnuleysi er ógn við tekjustofna sveitarfélaga. Þegar í ofanálag eru horfur á verulegu hökti hagkerfisins, í kjölfar þess heimsfaraldurs sem nú ríður yfir landið, verður að grípa til róttækra aðgerða til að verja störf. Djúpfrysting hagkerfis, með tilheyrandi tekjutapi fyrir landsmenn, sveitarfélög og ríki, er ástand sem enginn vill upplifa aftur. Gríðarleg uppsöfnun á fjárfestingaþörf hins opinbera og góð staða ríkissjóðs fela nú í sér tækifæri til sóknar. Með mannaflsfrekum framkvæmdum við viðhald og nýfjárfestingar fengi atvinnulífið þá innspýtingu sem nú bráðvantar og þannig mætti verja störfin. Varanleg niðurfelling virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum og tímabundin niðurfelling virðisaukaskatts af öðrum nýframkvæmdum sveitarfélaga myndu gefa sveitarfélögum aukið svigrúm til þátttöku í slíkum aðgerðum,“ Nokkrum dögum áður hafði Svf. Árborg tekið saman lista, að beiðni ríkisstjórnarinnar, yfir opinberar framkvæmdir sem mögulegt væri að flýta á Árborgarsvæðinu og leggja til flýtiframkvæmdaátaks. Á listanum voru nálægt tuttugu framkvæmdir fyrir um 30 milljarða króna sem allar eru komnar áleiðis í undirbúningi, hönnun eða í framkvæmd að hluta eða öllu leyti. Karamelluflug ríkisstjórnar Rétt eins og líklega fleiri bæjarfulltrúar beið ég spenntur eftir blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar sl. laugardag þar sem kynna átti markvissar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum COVID-19. Kynnt var aðgerðaráætlun í 10 liðum. „Vonbrigði“ er það orð sem best lýsir upplifuninni af boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í aðgerðaráætluninni er ekki að sjá að ríkið óski eftir þátttöku og samstarfi við sveitarfélögin í landinu til að lágmarka það efnahagslega tjón sem óhjákvæmilega verður af völdum heimsfaraldurins og að því marki að verja störfin. Undir liðnum fjárfestingaátak kemur ekkert nýtt fram sem ekki hefur verið boðað áður. Engin merki sjást um að virðisaukaskattur verði felldur varanlega niður af fráveituframkvæmdum né að virðisaukaskattur af nýframkvæmdum sveitarfélaga verði felldur niður tímabundið, tvær einfaldar aðgerðir sem myndu gefa sveitarfélögum landsins aukið svigrúm til þátttöku í viðspyrnunni og koma má í framkvæmd með einu pennastriki af hendi fjármálaráðherra. Það má helst ráða af þessari aðgerðaráætlun að ríkisstjórnin sé á engan hátt áfjáð í samstarf við sveitarfélögin í landinu um að örva efnahagskerfið til að lágmarka efnahagslegt tjón sem og verja störfin. Þess í stað má sjá aðgerðir sem minna einna helst á karamelluflug á þjóðhátíðardaginn, svo sem rafræn gjafabréf til þjóðarinnar - ígildi heimsendingartilboðs frá Pizzastað. Því miður er „Stærsta efnahagslega aðgerð sögunnar“ mikil vonbrigði fyrir sveitarfélögin í landinu og eftir situr spurninginn: „Af hverju lá ríkisstjórninni svona mikið á að fá lista yfir mögulegar flýtiframkvæmdir frá sveitarfélögunum þegar engin merki sjást um að tekið hafi verið tillit til hugmynda þeirra í viðspyrnunni fyrir Ísland? Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun