Menntun og mannréttindi fatlaðra barna og ungmenna Anna Lára Steindal skrifar 24. mars 2020 15:00 Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun