Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 10:42 Jamal Khashoggi var gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu landsins í Istanbúl í október árið 2018. Vísir/Getty Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. Átján sádi-arabískir ríkisborgarar eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði og tveir fyrir að „hvetja til“ morðs, að sögn DHA-frétastofunnar tyrknesku. Frekari upplýsingar um ákærurnar liggja ekki fyrir. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann bjó í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð og skrifaði pistla fyrir Washington Post sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandi hans. Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður þegar hann leitaði til ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skjöl svo að hann gæti gift sig í október árið 2018. Lík hans hefur aldrei fundist. Sjá einnig: Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Stjórnvöld í Sádi-Arabíu þóttust lengi framan af ekki vita um afdrif Khashoggi en viðurkenndu um síðir að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Hluti af fimmtán manna teymi sem var sent til Istanbúl var dregið fyrir dóm í Sádi-Arabíu vegna dauða Khashoggi. Saksóknarar þar fullyrtu að morðið hefði verið að þeirra eigin frumkvæði. Fimm þeirra sem voru ákærðir voru dæmdir til dauða í desember. Niðurstöður rannsakanda Sameinuðu þjóðanna benda til þess að í teyminu hafi verið réttarmeinafræðingur, leyniþjónustumenn, liðsmenn öryggissveita og einstaklingar sem unnu fyrir skrifstofu Salman krónprins. Morðið á Khashoggi hafi verið aftaka „utan dóms og laga“. Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. Átján sádi-arabískir ríkisborgarar eru ákærðir fyrir morð að yfirlögðu ráði og tveir fyrir að „hvetja til“ morðs, að sögn DHA-frétastofunnar tyrknesku. Frekari upplýsingar um ákærurnar liggja ekki fyrir. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann bjó í Bandaríkjunum í sjálfskipaðri útlegð og skrifaði pistla fyrir Washington Post sem voru gagnrýnir á stjórnvöld í heimalandi hans. Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður þegar hann leitaði til ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skjöl svo að hann gæti gift sig í október árið 2018. Lík hans hefur aldrei fundist. Sjá einnig: Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Stjórnvöld í Sádi-Arabíu þóttust lengi framan af ekki vita um afdrif Khashoggi en viðurkenndu um síðir að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Hluti af fimmtán manna teymi sem var sent til Istanbúl var dregið fyrir dóm í Sádi-Arabíu vegna dauða Khashoggi. Saksóknarar þar fullyrtu að morðið hefði verið að þeirra eigin frumkvæði. Fimm þeirra sem voru ákærðir voru dæmdir til dauða í desember. Niðurstöður rannsakanda Sameinuðu þjóðanna benda til þess að í teyminu hafi verið réttarmeinafræðingur, leyniþjónustumenn, liðsmenn öryggissveita og einstaklingar sem unnu fyrir skrifstofu Salman krónprins. Morðið á Khashoggi hafi verið aftaka „utan dóms og laga“.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. 7. mars 2020 20:23