Einn með Covid-19 nú í öndunarvél Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 14:16 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur sem er smitaður af kórónuveirunni er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala. Alls liggja inni fimmtán smitaðir á Landspítala og tveir á gjörgæslu, þar af sá sem er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Í gær hafði enginn enn þurft að fara í öndunarvél vegna veirunnar á Landspítala. Líkt og áður hefur komið fram bættust 89 í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn og staðfest smit hér á landi eru því alls 737. Hlutfall jákvæðra sýna sem greindist á veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn var 17% en hjá Íslenskri erfðagreiningu var hlutfallið 0,2%. Þar voru greind sýni þó öllu færri. Þórólfur sagði á fundinum í dag að faraldurinn væri enn í vexti og að ný spá í reiknilíkaninu væri væntanleg í dag. Þá væri það afar ánægjulegt að hlutfall nýgreindra síðasta sólarhringinn í sóttkví var 57%, sem undirstriki mikilvægi slíkra aðgerða. Þá er áfram fylgst sérstaklega með smitum hjá börnum yngri en tíu ára. Alls hafa fimmtán börn á þeim aldri greinst með Covid-19-sýkingu en alls hafa 400 sýni verið tekin. Hlutfall sýktra barna er því 3,7 prósent hjá veirufræðideild Landspítalans. Þá hefur ekkert barn af 434 greinst með veiruna í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Einn einstaklingur sem er smitaður af kórónuveirunni er nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítala. Alls liggja inni fimmtán smitaðir á Landspítala og tveir á gjörgæslu, þar af sá sem er í öndunarvél. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Í gær hafði enginn enn þurft að fara í öndunarvél vegna veirunnar á Landspítala. Líkt og áður hefur komið fram bættust 89 í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn og staðfest smit hér á landi eru því alls 737. Hlutfall jákvæðra sýna sem greindist á veirufræðideild Landspítala síðasta sólarhringinn var 17% en hjá Íslenskri erfðagreiningu var hlutfallið 0,2%. Þar voru greind sýni þó öllu færri. Þórólfur sagði á fundinum í dag að faraldurinn væri enn í vexti og að ný spá í reiknilíkaninu væri væntanleg í dag. Þá væri það afar ánægjulegt að hlutfall nýgreindra síðasta sólarhringinn í sóttkví var 57%, sem undirstriki mikilvægi slíkra aðgerða. Þá er áfram fylgst sérstaklega með smitum hjá börnum yngri en tíu ára. Alls hafa fimmtán börn á þeim aldri greinst með Covid-19-sýkingu en alls hafa 400 sýni verið tekin. Hlutfall sýktra barna er því 3,7 prósent hjá veirufræðideild Landspítalans. Þá hefur ekkert barn af 434 greinst með veiruna í sýnatöku hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Sjá meira
Smituðum fjölgar um 89 á milli daga Alls hafa nú 737 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 25. mars 2020 12:54
Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32
Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum. 25. mars 2020 12:14