Kanínudauði rakinn til lifradreps Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 18:57 Fjölmargar kanínur hafa fundist dauðar í Elliðarárdal. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir að að öllum líkindum megi rekja veikindi og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum til sjúkdómsins smitandi lifrardrep. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á hræjum sem send voru til greiningar í Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sýnir fram á þetta og er það í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi. Sjúkdómurinn hefur einungis einu sinni komið upp áður hér á landi. Í tilkynningu frá MAST segir að kanínueigendur skuli gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt sé að gera til að verjast honum. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki fólk né önnur dýr. Frekari upplýsingar um sjúkdóminn, smitvarnir og annað má finna á vef MAST. „Lifrardrep í kanínum er alvarlegur tilkynningarskyldur sjúkdómur. Hann hefur einu sinni áður komið upp hér á landi. Það var árið 2002 og þá takmarkaðist smitið við kanínubú og heimiliskanínur. Með niðurskurði og smitvarnaráðstöfunum tókst að ráða niðurlögum hans,“ segir á vef MAST. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og banvænn í kanínum. Þrjár gerðir veirunnar sem veldur sjúkdómnum eru þekktar en ekki liggur fyrir hvaða veira er á ferðinni hér. Búist er við að það komi í ljós í næstu viku. Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna 24. mars 2020 15:48 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Matvælastofnun segir að að öllum líkindum megi rekja veikindi og dauða mikils fjölda kanína í Elliðaárdalnum til sjúkdómsins smitandi lifrardrep. Bráðabirgðaniðurstöður rannsókna á hræjum sem send voru til greiningar í Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sýnir fram á þetta og er það í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist í kanínum utan kanínubúa eða heimila á Íslandi. Sjúkdómurinn hefur einungis einu sinni komið upp áður hér á landi. Í tilkynningu frá MAST segir að kanínueigendur skuli gæta þess að smit berist ekki í kanínur þeirra með því að kynna sér eðli sjúkdómsins og hvað hægt sé að gera til að verjast honum. Veiran sem veldur sjúkdómnum sýkir ekki fólk né önnur dýr. Frekari upplýsingar um sjúkdóminn, smitvarnir og annað má finna á vef MAST. „Lifrardrep í kanínum er alvarlegur tilkynningarskyldur sjúkdómur. Hann hefur einu sinni áður komið upp hér á landi. Það var árið 2002 og þá takmarkaðist smitið við kanínubú og heimiliskanínur. Með niðurskurði og smitvarnaráðstöfunum tókst að ráða niðurlögum hans,“ segir á vef MAST. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og banvænn í kanínum. Þrjár gerðir veirunnar sem veldur sjúkdómnum eru þekktar en ekki liggur fyrir hvaða veira er á ferðinni hér. Búist er við að það komi í ljós í næstu viku.
Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna 24. mars 2020 15:48 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna 24. mars 2020 15:48
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16