Óli um byrjunina á Íslandsmótinu eftir samkomubann: „Fjórar til fimm vikur algjört lágmark“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 10:45 Ólafur Kristjánsson er að fara að byrja sitt þriðja tímabil sem þjálfari FH-liðsins. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Fleiri fréttir Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu „Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Mætti of seint og missti sæti sitt í byrjunarliði Barcelona Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Valur samþykkti tilboð í Gylfa Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira