Urðu vör við mikla óeiningu varðandi skólahald Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í gær. Mynd/Lögreglan Landlæknir og sóttvarnalæknir urðu varir við mikla óeiningu og mismunandi skoðanir, bæði á meðal kennara og foreldra, varðandi það hvernig skólastarfi í leik- og grunnskólum er nú háttað vegna samkomubannsins. Þess vegna sendu þau bréf í vikunni til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem þau áréttuðu mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi sem samkomubannið setur. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að með bréfinu hefðu þau landlæknir viljað árétta þá fyrri afstöðu að ekki væri talin þörf á að loka leik- og grunnskólum alfarið. Ákvörðunin væri byggð á því að það væri mikilvægt að halda skólum opnum fyrir velferð barna sem og fyrir vinnuframlag heilbrigðisstétta og annarra í framlínustörfum. Þá væri jafnframt talið að með þeim leiðum sem farnar hafa verið hér með takmörkunum á skólastarfi þá væri hvorki heilsu barna né kennara ógnað. „Við viljum þakka kennurum fyrir þeirra framlag í þessa baráttu og hvetjum þá áfram til dáða,“ sagði Þórólfur. Bréfið sem Alma og Þórólfur sendu í vikunni til að árétta fyrri ákvarðanir og röksemdir varðandi skólahald í samkomubanni. Þórólfur sagði ekkert endanlegt í þessum efnum heldur væri aðferðafræði yfirvalda, nálganir og leiðbeiningar nánast endurskoðaðar nánast daglega í ljósi nýrra upplýsinga, en eins og staðan hafi verið og væri núna þá væru mun fleiri kostir við það að halda skólunum opnum með þeim takmörkunum sem eru í gildi. „En ef faraldurinn yrði útbreiddari og meiri meðal barna þá er kominn tími til að endurskoða það,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvers vegna gripið var til þess ráðs að senda fyrrnefnt bréf til foreldra, kennara og skólastjórnenda sagði sóttvarnalæknir: „Ástæðan er sú að við urðum vör við það að það var mikil óeining og menn voru ósáttir og það voru mismunandi skoðanir sem komu upp, bæði meðal kennara og líka annars staðar frá, meðal foreldra og svo framvegis þannig að við vildum bara hnykkja á okkar fyrri afstöðu og fyrri röksemdum fyrir þessu og af hverju við teljum þetta vera mikilvægt.“ Alma Möller, landlæknir, tók undir orð Þórólfs og kvaðst skilja áhyggjur allra en benti jafnframt á að það virðist fátítt að börn smitis af kórónuveirunni. „Þannig að það eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir inn í þessa umræðu,“ sagði Alma. Í löndunum í kringum okkur hefur skólum verið lokað. Þórólfur sagði útfærslur í baráttunni við veiruna mismunandi. Hér á landi hafi verið brugðist hratt og örugglega við og því óhætt að beita mildari aðferðum. Nemendur á leið í Hlíðaskóla í morgun.Vísir/Sigurjón „Og þau lönd sem eru hreinlega að loka öllu það eru þau lönd sem hafa gert mjög lítið framan af og eru allt í einu að vakna upp við vondan draum um það að faraldurinn er kominn af stað og þá grípa þau til svona harðra aðgerða. Við höfum viljað fara aðra leið, aðeins mildari leið, byrja strax í byrjun með tiltölulega harðar aðgerðir og vonast til þess að það myndi skila okkur og ég held að það sé vænlegri leið fyrir okkur.“ Landlæknir tók undir þetta og sagði jafnframt að sóttvarnalæknir hefði verið mjög staðfastur í öllum aðgerðum sem gripið hefur verið til og samkvæmur sjálfum sér, til dæmis varðandi skólahald. Þá benti Þórólfur einnig á að ný úttekt frá Sóttvarnastofnun Evrópu mælti ekkert sérstaklega með skólalokun til að hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira
Landlæknir og sóttvarnalæknir urðu varir við mikla óeiningu og mismunandi skoðanir, bæði á meðal kennara og foreldra, varðandi það hvernig skólastarfi í leik- og grunnskólum er nú háttað vegna samkomubannsins. Þess vegna sendu þau bréf í vikunni til skólastjórnenda, kennara og foreldra þar sem þau áréttuðu mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi sem samkomubannið setur. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að með bréfinu hefðu þau landlæknir viljað árétta þá fyrri afstöðu að ekki væri talin þörf á að loka leik- og grunnskólum alfarið. Ákvörðunin væri byggð á því að það væri mikilvægt að halda skólum opnum fyrir velferð barna sem og fyrir vinnuframlag heilbrigðisstétta og annarra í framlínustörfum. Þá væri jafnframt talið að með þeim leiðum sem farnar hafa verið hér með takmörkunum á skólastarfi þá væri hvorki heilsu barna né kennara ógnað. „Við viljum þakka kennurum fyrir þeirra framlag í þessa baráttu og hvetjum þá áfram til dáða,“ sagði Þórólfur. Bréfið sem Alma og Þórólfur sendu í vikunni til að árétta fyrri ákvarðanir og röksemdir varðandi skólahald í samkomubanni. Þórólfur sagði ekkert endanlegt í þessum efnum heldur væri aðferðafræði yfirvalda, nálganir og leiðbeiningar nánast endurskoðaðar nánast daglega í ljósi nýrra upplýsinga, en eins og staðan hafi verið og væri núna þá væru mun fleiri kostir við það að halda skólunum opnum með þeim takmörkunum sem eru í gildi. „En ef faraldurinn yrði útbreiddari og meiri meðal barna þá er kominn tími til að endurskoða það,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvers vegna gripið var til þess ráðs að senda fyrrnefnt bréf til foreldra, kennara og skólastjórnenda sagði sóttvarnalæknir: „Ástæðan er sú að við urðum vör við það að það var mikil óeining og menn voru ósáttir og það voru mismunandi skoðanir sem komu upp, bæði meðal kennara og líka annars staðar frá, meðal foreldra og svo framvegis þannig að við vildum bara hnykkja á okkar fyrri afstöðu og fyrri röksemdum fyrir þessu og af hverju við teljum þetta vera mikilvægt.“ Alma Möller, landlæknir, tók undir orð Þórólfs og kvaðst skilja áhyggjur allra en benti jafnframt á að það virðist fátítt að börn smitis af kórónuveirunni. „Þannig að það eru auðvitað mjög jákvæðar fréttir inn í þessa umræðu,“ sagði Alma. Í löndunum í kringum okkur hefur skólum verið lokað. Þórólfur sagði útfærslur í baráttunni við veiruna mismunandi. Hér á landi hafi verið brugðist hratt og örugglega við og því óhætt að beita mildari aðferðum. Nemendur á leið í Hlíðaskóla í morgun.Vísir/Sigurjón „Og þau lönd sem eru hreinlega að loka öllu það eru þau lönd sem hafa gert mjög lítið framan af og eru allt í einu að vakna upp við vondan draum um það að faraldurinn er kominn af stað og þá grípa þau til svona harðra aðgerða. Við höfum viljað fara aðra leið, aðeins mildari leið, byrja strax í byrjun með tiltölulega harðar aðgerðir og vonast til þess að það myndi skila okkur og ég held að það sé vænlegri leið fyrir okkur.“ Landlæknir tók undir þetta og sagði jafnframt að sóttvarnalæknir hefði verið mjög staðfastur í öllum aðgerðum sem gripið hefur verið til og samkvæmur sjálfum sér, til dæmis varðandi skólahald. Þá benti Þórólfur einnig á að ný úttekt frá Sóttvarnastofnun Evrópu mælti ekkert sérstaklega með skólalokun til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira