Fótboltamaður vaknaði eftir að hafa verið í dái í meira en tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:00 Abdelhak Nouri liggur hér í grasinu eftir að hafa hnigið niður í æfingarleik Ajax og Werder Bremen í júlí 2017. Getty/VI Images Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð. Hollenski boltinn Holland Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
Fyrrum leikmaður hollenska stórliðsins Ajax er kominn til meðvitundar á ný eftir að hafa verið í dái síðan 2017. Bróðir hans sagði fréttirnar í hollenskum sjónvarpsþætti. Abdelhak Nouri hné niður í æfingarleik Ajax á móti Werder Bremen 8. júlí 2017 eftir að hafa fengið hjartaáfall. Hann var fluttur á sjúkrahús í þyrlu og ástand hans sagt stöðugt. Fimm dögum síðar tilkynnti Ajax hins vegar að leikmaðurinn hafi orðið fyrir alvarlegum og varanlegum heilaskaða og að hann væri í dásvefni. Síðan hefur ekkert frést opinberlega af afdrifum Abdelhak Nouri en nú fannst fjölskyldu hans vera komin tími til að segja frá stöðunni. The 22-year old midfielder collapsed in a friendly against Werder Bremen in 2017 Amazing news at a difficult time for everyone https://t.co/msh0oi72CK— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Bróðir Abdelhak Nouri sagði frá ástandi hans í sjónvarpsþættinum De Wereld Draait Door en þar var talað um þennan fyrrum leikmann Ajax. Í þættinum voru faðir Nouri, bróðirinn Abderrahim og svo liðsfélagarnir Ajax liðinu frá 2017 þeir Frenkie de Jong, Donny van de Beek and Steven Bergwijn. Former Ajax player Abdelhak Nouri is no longer in coma after two years and nine months, his family has confirmed ??He can now sit in his wheelchair and communicate with his family.Amazing news ?? pic.twitter.com/wViiXdqZgv— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 26, 2020 „Hann hefur ekki verið lengi heima en við hugsum um hann núna. Það gengur miklu betur eftir að hann kom heim heldur en á sjúkrahúsinu. Hann veit hver hann er og kannast betur við sig þegar hann kominn innan um fjölskylduna,“ sagði Abderrahim. „Hann er ekki lengur í dái. Hann er vakandi. Hann sefur, hann hnerrar, hann borðar, hann ropar en hann fer þó ekki úr rúminu sínu. Hann er bara í rúminu og treystir mjög mikið á okkur. Hann hefur samskipti við okkur á góðu dögunum sínum, með augabrúnunum eða með því að brosa,“ sagði Abderrahim. Abderrahim sagði að þeir horfi á fótbolta með honum og það virðist hafa góð áhrif á hann. Abdelhak Nouri var hollenskur unglingalandsliðsmaður og var meðal annars valinn í úrvalsliðið á EM 19 ára sumarið 2016. Hann var líka valinn besti leikmaður hollensku b-deildarinnar tímabilið 2016-17 og var að reyna að vinna sér sæti í aðalliði Ajax þegar atvikið varð.
Hollenski boltinn Holland Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira