Dauðsföllum fjölgar en hægir á nýsmitum á Spáni Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 14:33 Starfsmenn útfararstofu bera líkkistu til greftrunar í kirkjugarði í Barcelona í dag. Emilio Morenatti/AP Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira