Sjúkraliðar standa vaktina - en hvað svo? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 19. apríl 2020 20:32 Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar um land allt hafa ekki farið varhluta af því álagi sem einkennir heilbrigðisþjónustuna. Alþekkt er að mönnun starfsgreina sem sinna hjúkrun og umönnun á Íslandi er ábótavant. Sjúkraliðar þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Til fjölda ára hafa þeir tekist á við stöðugar aðhaldsaðgerðir ásamt miklu og vaxandi álagi. Sjúkraliðafélag Íslands stóð nýlega að sameiginlegri yfirlýsingu með Læknafélagi Íslands og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem núverandi og fyrrverandi félagsmenn voru hvattir til að skrá sig í bakvarðasveitina vegna Covid-19 faraldursins. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Mjög margir úr þeirra röðum eru nú að störfum til að létta álagi af kerfinu. Yfirlýsingin var gerð í samvinnu við heilbrigðisráðherra, landlækni, ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlækni, þar sem álag vegna COVID-19 var að óbreyttu talið óviðráðanlegt. Jákvæð viðbrögð við henni undirstrika í senn fórnfýsi starfsmanna í fagstéttum heilbrigðiskerfisins en um leið álagið á þeim sem sinna sérhæfðum verkefnum við líkn og umönnun sjúklinga. Sjúkraliðar standa vaktina, klæddir grænu með grímur fyrir andliti og berjast gegn COVID-19. Þeir stofnar lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnu sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. En hvert er endurgjaldið sem sjúkraliðar fá fyrir íþyngjandi og erfiðar starfsaðstæður? Í kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands við ríkissjóð er fjallað um heimild til að greiða sjúkraliðum sérstakar greiðslur t.d. vegna starfstengds álags. Við núverandi aðstæður telja sjúkraliðar sjálfsagt og eðlilegt að nýta þessa heimild. Sú leið hefur nú þegar verið farin í Noregi og Svíþjóð þar sem álagsgreiðslur fyrir starfsfólk sem vinnur við umönnun og hjúkrun hafa verið hækkaðar. Stjórnvöld þurfa í samvinnu við heilbrigðisstofnanir að meta sérstaklega vinnuframlag sjúkraliða og verða við réttlátum óskum þeirra. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun