Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 09:45 Ullevål háskólasjúkrahúsið í Ósló. Mahlum/Wikimedia Commons Prófanir á lyfjum sem vonast er til að geti komið að gagni gegn kórónuveirunni sem valdið getur COVID-19 eru hafnar í Noregi. Fyrsti sjúklingurinn var prófaður á Háskólasjúkrahúsinu í Ósló í gær. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum en mbl.is greindi frá fyrst íslenskra miðla. 22 sjúkrahús munu taka þátt í tilraunaverkefninu, en það er unnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Þá verður öllum sjúklingum 18 ára og yfir boðið að taka þátt í verkefninu. Lyfið er talið lofa góða, þó það sé langur vegur frá því að öruggt sé að það komi að nokkru gagni við meðhöndlun kórónuveirusjúklinga. John-Arne Røttingen, hjá norska rannsóknarráðinu, segir í samtali við NRK að þrjú lyf komi til sögunnar í prófunum. Um sé að ræða einskonar ramma utan um lyfjaprófanir hvaðanæva að úr heiminum. Það lyf sem álitlegast þykir í þessum prófunum er lyfið Plaquenil, en það er malaríulyf. Þá verða einnig gerð próf með lyf sem notuð hafa verið við ebólu og HIV. Í Noregi hafa greinst um 3600 smit af COVID-19. Rúmlega 300 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og á níunda tug á gjörgæslu. Þegar þetta er skrifað hafa greinst um 670 þúsund tilfelli á heimsvísu. 31 þúsund hafa látið lífið, 142 þúsund hafa náð sér og enn er ekki útséð með önnur 494 þúsund. Þó er mikill minnihluti þeirra sem nú eru sýktir af veirunni í alvarlegu ástandi. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Prófanir á lyfjum sem vonast er til að geti komið að gagni gegn kórónuveirunni sem valdið getur COVID-19 eru hafnar í Noregi. Fyrsti sjúklingurinn var prófaður á Háskólasjúkrahúsinu í Ósló í gær. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum en mbl.is greindi frá fyrst íslenskra miðla. 22 sjúkrahús munu taka þátt í tilraunaverkefninu, en það er unnið á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Þá verður öllum sjúklingum 18 ára og yfir boðið að taka þátt í verkefninu. Lyfið er talið lofa góða, þó það sé langur vegur frá því að öruggt sé að það komi að nokkru gagni við meðhöndlun kórónuveirusjúklinga. John-Arne Røttingen, hjá norska rannsóknarráðinu, segir í samtali við NRK að þrjú lyf komi til sögunnar í prófunum. Um sé að ræða einskonar ramma utan um lyfjaprófanir hvaðanæva að úr heiminum. Það lyf sem álitlegast þykir í þessum prófunum er lyfið Plaquenil, en það er malaríulyf. Þá verða einnig gerð próf með lyf sem notuð hafa verið við ebólu og HIV. Í Noregi hafa greinst um 3600 smit af COVID-19. Rúmlega 300 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og á níunda tug á gjörgæslu. Þegar þetta er skrifað hafa greinst um 670 þúsund tilfelli á heimsvísu. 31 þúsund hafa látið lífið, 142 þúsund hafa náð sér og enn er ekki útséð með önnur 494 þúsund. Þó er mikill minnihluti þeirra sem nú eru sýktir af veirunni í alvarlegu ástandi.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira